Maður hefði nú haldið að maður fengi leið á þessum þætti en þá koma stjórnendur þáttarins með alveg snilldar útúrsnúninga sem enginn gat séð fyrir.
Ég er búin að halda með Rubert alveg frá byrjun og ég vona svo sannarlega að hann klári þetta. Hann er hinn eini sanni survivor, hann kann að redda sér út úr hvaða aðstæðum sem er og búinn að veiða fisk ofaní allt liðið. Ég man ekki betur en hann kenndi Drake að veiða því þeir kunnu ekki á “prikið”. Mér finnst líka frábærir sjóræningja taktarnir hjá honum, þið eruð nú varla búin að gleyma því þegar hann stal öllum skónum frá Drake í fyrsta þætti og seldi þá á útimarkaði :0)
Skátakerlingin (man ekki nafnið) fór svolítið í taugarnar á mér en mér fannst hún frábær í þættinum í gær. Hún lét sko Savage heyra það og hann átti það fyllilega skilið.
Það er alltaf upprifjunarþáttur í hverri seríu en ég vona að þeir sleppi honum því ég er mjöööög spennt að sjá hvað gerist næst!