Jæja ég veit að ég fæ gagnrýni útaf þessu en þetta er bara það sem mér finnst.
Ég byrjaði að horfa á fyrsta þáttinn og ég held virkilega mikið uppá Survivor en ekki lengur. Þessi þáttur var alveg einstaklega leiðinlegur hef ekki séð svona leiðinlegan þátt lengi. Fyrsta lagi var þarna þessi skáti sem er alveg svo ömurlegur að hann setur SVARTAN blett á skátastarfið sagði ein stelpa sem ég þekki og ef þið haldið að skátar séu svona þá er það ekki rétt. En hvað um það
ég ætlaði að hafa kósý og horfa á fyrrum uppáhalds þáttinn minn en allt kom fyrir ekki. Síðan var ég heima hjá bróðir mínum að glápa á þáttinn sem skátinn var kosinn til að hætta en þættirnir urðu ekkert skemmtilegri þessi skeggjaði leiðinleg og feiti gaur fær mig líka til að nenna ekki að glápa ég er mjög ósátt og vona að næsta þáttaröð verði betri.
kv.Arna