Já, ég hef verið að fylgjast gramt með þessum survivor þáttum.
Ég horfði alltaf á fyrstu 2 seríurnar þegar ég missti ekki af því.
Þá var þetta allt eitthvað svaka nýtt og spennandi raunverulaukaþáttur. En svo kom 3,4,5 og loksins 6. Þá er maður alveg hættur að hafa jafn mikin áhuga á þessu, en horfir samt einhverja hluta vegna samt alltaf á það á Mánudögum kl:20.00
Bara því að maður hefur ekkert annað að gera.
En samt persónulega vona ég og hef sterka tilfinningu fyrir því að Matthew muni vinna(þessi brenglaði). En Butch bara ,,has totally lost it,, hann er orðinn jafnvel ennþá brenglaðri en Matthew. Sífellt að safna eldivið, þótt að þau séu umkringd eldivið sækir hann samt meira, það er t.d ástæðan að kviknaði í heimilinu þeirra í Amazon.
Rob er mjög undirförull og leiðinlegur, alltaf að svíkja alla.
Þó að engar reglur séu í leiknum sem banna það, og flestir sem áður hafa unnið leikinn hafi unnið hann með svindli þá er samt bara mjög leiðinlegt og pirrandi að sjá hvernig hann stingur alla í bakið.
En ég hef samt nú ekkert að segja um þessa Jennu annað en ,,Hún er alveg svakalega kynþokkafull,,.
Ég vona að annaðhvort hún eða Matthew vinni Survivor.
————–