Ég ætla hér að skrifa dálítið um það sem finnst um survivior Amazon, bæði gott og vont. Fyrst kemur það vonda.
Í fyrsta lagi er ég að spá í hvað í a*** konurnar voru að gera í síðasta þætti?!?!?!? Shawna hefur varla gert neitt allan tímann og svo þegar þær töpuðu lagðist hún í þunglindi og bað um að fara heim. Í alvörunni hvað er hún að gera þarna???? Og svo þegar þær fóru á þing þá ráku þær Joönnu. Ég meina, þetta er alveg fáránlegt. Mér hefur reyndar aldrei fundist Joanna neitt skemmtileg eða neitt svoleiðis en hún hefði samt mátt vera lengur. Hún vann svo mikið. Ekki var það hún sem sagði að það þyrfti ekkert að byggja neitt skýli, veiða fisk eða kveikja eld. Það var Heidi sem sagði það. Hún ætti að fara, strax á eftir Shöwnu. Heidi gerir þó eitthvað smá þó að það sé varla hægt að marka það. Hafiði einhverntíma séð Shöwnu gera eitthvað??? En hinsvega er Christy ekkert smá góð. Hún gerir mjög mikið þarna og er aldrei að kvarta. Og svo hjá strákunum. Þeir eru miklu betri að vinna saman, skýlið tilbúið eftir 1-3 daga. Þeir kveiktu líka eld á 10 mín en það tók konurnar klukkutíma. Og svo er einn ,en ég man bara ekki í augnablikinu hvað heitir, hann er alltaf að veiða. Og er ekkert smá góður við það! Konurnar eru með beitu sem þær nota varla og veiða bara smá titti en karlarnir grafa bara upp orma og veiða stóra fiska. Þó að það sé hægt að veiða stærri fiska þá er þetta mjög stórt meðað við að þeir eru í Amazon og kunna ekkert á lífið þar. Þeir áttu alveg skilið að fá ísskápinn og allt kókið. En heyrðuð þið hvað hann sagði? Hann sagði að ísskápurinn væri fullur af coke, vanillacoke og cherry coke!!! Ég væri alveg til í að fá Cherry coke. Ég læt þetta bara duga í bili. Takk fyrir þeir sem nenntu að lesa þessa grein. :o)