Í mínum huga eru sterkustu þáttakendurnir, pottþétt Brian og Helen, ég er viss um að þau ákveða í næstu þáttum hver endar með þeim í ,,3 síðustu“ En ég held að Helen sé að gera mikil mistök samt með því að treysta Brian því hann er roslalega undirförull og snjall. Ef ég mætti giska þá yrði það Ted eða Clay sem færi með þeim í ,,síðustu 3” ég er eiginlega búin að afskrifa Jen nema hún annaðhvort vinni ,,immunity" eða þau (Brian og Helen) haldi að þau geti bæði unnið hana í síðustu þrautinni, að hún sé veikasti hlekkurinn sem þau geta losað sig auðveldlega við. Ég vona að þau sjái að sér og velji ekki Clay, einfaldlega af því að hann á ekki skilið að vinna, hann er búin að vera að koma illindum af stað að ástæðulausu, hann er bara ekki þess verður til að hreppa hnossið. Ted, ja hann er nú búin að halda sig til baka eftir málið með Ghandiu en hann gæti nefnilega leynt á sér, hann er eiginlega ekki búin að fá neitt tækifæri til að sýna sig og væri örugglega löngu farin út ef þau hefðu ekki verið að losa sig við meðlimi Sook Jai ættflokksins, gæti verið að Helen og Brian litu á hann sem auðvelt viðfangsefni að losa sig við líkt og með Jen. Ég held með Helen bara af því að mér finnst hún skást af þeim sem eftir eru, ég var ekkert lítið fúl þegar NYPD var kosinn út ;oD. Brian er samt mjög líklegur sigurvegari, hann er búin að vera duglegur að vinna traust allra þeirra sem eftir eru, þau virðast ekki sjá í gegnum plottið hans, svo gæti náttúrulega vel verið að það yrðu ekki Brian og Helen sem eru svona ríkjandi í ættflokknum og gæti snúist í allt aðra átt en mín spá gerir ráð fyrir en við sjáum til ;o) Kv. Fanny