6 giftir karlmenn verða skildir eftir á eyðieyju . Þeir taka með sér einn
bíl og fjögur börn hvor í sex vikur.

Hvert barn æfir tvær íþróttagreinar og lærir annaðhvort á hljóðfæri eða ballet.

Á eyjunni eru engir skyndibitastaðir.

Hver maður þarf að annast um börnin sín fjögur, halda sínu húsi á
eyjunni
hreinu, fara yfir alla heimavinnu, elda, þvo þvott o.s.frv.

Mennirnir hafa bara aðgang að sjónvarpi þegar börnin eru sofnuð og þegar þeir eru búnir með verkefni dagsins. Þar að auki bara eitt sjónvarpstæki á eyjunni og engin fjarstýring.

Mennirnir verða einnig að raka á sér fótleggina, farða sig sjálfir
daglega á meðan þeir keyra í skólann og smyrja fjögur nesti.

Þeir keppa líka sín á milli, einu sinni í viku verða þeir að mæta á foreldrafund, þrífa eftir veikt barn kl. þrjú um nótt, búa til
indjánakofa úr sex tannstönglum, mexíkanskri pönnuköku og tússpenna og fá fjögurra ára gamalt barn til að borða skál af grænum baunum.

Börnin reka þá burt af eyjunni, eftir því hvernig þeir standa sig í stykkinu.

Síðasti maðurinn sem eftir stendur vinnur aðeins ef hann hefur nægilega orku til að sofa hjá spúsu sinni þegar hún kallar á hann.

Ef síðasti maðurinn sem eftir stendur vinnur að lokum, þá öðlast hann sjálfkrafa keppnisrétt til næstu 18-25 ára og rétt til að bera titilinn “Mamma”.
sæll