Survivor 6 - Iceland..? Ég las það í mogganum í dag (20.09) að Ísland kæmi til greina sem tökustaður í næstu seríu. Þó fór ég á mbl.is og fann þetta þar:
——————–
Ísland kemur til greina sem upptökustaður fyrir Survivor-þættina, að því er Mark Burnett, framleiðandi þáttanna, segir í nýlegu viðtali. Fram til þessa hafa þættirnir verið gerðir í heitu loftslagi en það er ekki víst að sumarið vari endalaust, að því er segir í frétt á vefnum Zap2it.
„Varðandi kalt loftslag,“ segir Burnett í samtali við Zap2it, „þá gefst ég ekki upp svo glatt. Ég geri að gamni mínu og segi: Já, það er þetta með baðfötin. En í alvöru, þá er ég að ígrunda Tierra del Fuego, sem er á syðsta odda Patagonia (í Argentínu), sem er á hjara veraldar,” segir Burnett.

„Það er ekki spurning að við gætum gert eitthvað á eyju og ekki endilega í heitu loftslagi. Mig langar ekki að fara á Suðurskautslandið eða til Grænlands, vegna þess að þar er of kalt, en það væri hægt að fara til Patagonia, sem er syðst í Andes-fjöllum. Ísland er fallegur staður og Himalaja-fjöll," segir Burnett.

————————
Það yrði mjög skemmtilegt ef einn vinsælasti sjónvarpsþáttur veraldar verði tekin upp á okkar ástkæra fróni. Nú er bara að bíða og sjá en á meðan skulum við njóta Thailands :D
sæll