"sigurvegarinn"
Survivor 4 byrjaði ágætlega og fór sífellt batnandi, mér hefur sjaldan liðið jafn vel yfir sjónvarpsþætti eins og þegar Sean, V, Paschal, Neleah og Kathy tóku saman höndum og sendu snobbhænsnin 4 burt, eitt af öðru… ég var loksins komin nokkuð vel inn í þetta og var á þeirri skoðun eftir mikla íhugun að Kathy ætti sigurinn skilið, sérstaklega þegar hún var ein eftir með 2 pör með sér, hún stóð sig vel og ég verð að viðurkenna að ég varð virkilega reið þegar Vecepia sveik hana. Ungfrú Jesús, með naglaför í lófunum og biblíuna á hausnum snéri algjörlega við blaðinu og sýndi hver hún var í raun og veru þegar hún ákvað að loforð skiptu engu, fyrir peningana gæti hún jú keypt sér sæti við hliðina á guði með því að gefa í alls kyns góðgerðarsafnanir. En þetta var réttur leikur, Kathy stóð betur gagnvart hinu fólkinu (the jury) heldur en litla Neleah og V sá að þetta var hennar eini séns til að sigra. Þess vegna urðu 2 manneskjur eftir sem “the final two” sem áttu alls ekki skilið að vinna. Neleah má bara fara í barbíleik með Paschal. Lélegur endir á annars ágætum þáttum…. en það er bara mitt álit.