Þátturinn byrjaði með svona verðlaunakeppni, þar sem verðlaunin voru að einn náinn vinur eða fjölskyldumeðlimur fengi að koma með í búðirnar og gista eina nótt. Það voru fjölskyldume./vinirnir sem spiluðu leikinn, og gekk hann út á að ganga eftir einhverjum flöt og lyfta upp plönkum sem mætti svo ekki stíga á aftur og þegar maður hafði engan annan lausan planka til að fara á, þá datt maður úr leiknum.
Patrick, sonur Kathy vann þetta og kom hann með í búðirnar, og var nú ekki alveg að fíla það, og sagði að hann væri ekki mikið fyrir útivistir og leið bara best upp í sófa fyrir framan sjónvarpið.
En auðvitað fengu allir keppendurnir faðmlag frá vinunum/fjölskyldume. sínum.
Svo gekk friðhelgiskeppnin út á það að skjóta úr teygjubyssu á einhver hólf sem innihéldu sand og fyrir neðan þau var lítið icon, og sá sem fékk sand yfir allt iconið sitt datt úr leiknum. Og Vecepia vann friðhelgina.
Kathy var eitthvað að pæla í að koma Neleh og Paschal í sundur með því að kjósa Neleh út, og ganga þá í bandalag með Rob, en það varð nú ekkert úr því. Allir kusu Rob, en Rob kaus Sean.
Mér fannst þetta nú ekkert rosalega skemmtilegur þáttur, það voru allir að væla eitthvað svo mikið, og Paschal kom með einhverja svona hálfgerða ræðu um hvað fjölskyldan væri mikilvæg og svo framvegis, og kom svo mynd af honum og Neleh að brjóta saman fánann, það var einum of svona bandarískt, ef þið skiljið hvað ég á við.