sælinú.
ég var að koma inn á survior áhugamálið í fyrsta skiptið í svolítinn tíma. ég var erlendis og vildi ekki lesa neitt fyrr en ég væri búin að sjá þættina sem ég missti af svo ekkert yrði nú eyðilagt.
svo kem ég hér inn og enginn búinn að skrifa neitt síðan um miðjan mánuðinn svo hér sit ég og böggla einhverju saman um þetta stórfenglega survivor dæmi.
ég er algjör fan og má ekki missa af einum einasta þætti og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég kom heim frá útlandinu og settist við kassann að horfa á þættina sem höfðu verið teknir upp fyrir mig.
fyrri þátturinn var svona upprifjunar þáttur og eftir 2 mín. þá hætti ég að horfa og spólaði þar til sá næsti kom. síðasti þáttur var mjög fínn og var zoe send heim þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við að sleikja upp þá sem ráða ferðinni. tammy vann friðhelgi og þurfti hún mjög svo á því að halda.
en nú fer að styttast í alvöru spennuna þegar bandalagið þarf að keppa innbyrðis…
en fylgjumst öll spennt með og höldum með okkar mönnum. og hver ætli vinni þetta?…
kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”