Ég fann á netinu grein sem gefur upp leyndarmál um Survivor sem kannski ekki allir voru að búast við. Ég vildi nú ekki bara copy/paste þetta þannig að ég ákvað að þýða þetta fyrir þá sem kunna ekki engilsaxnesku.
1. Hætturnar eru raunverulegar:
Þegar Diane féll í yfirlið í seríu 3 vegna vatnskorts lá hún í jörðinni í nokkra tíma og sá ofsjónir og rúllaði aftur augunum. Nánast allir þáttakendur Survivor hafa farið á spítala eftir leikinn vegna einhverskonar sýkingar eða bakteríu. Lex þjáðist af svo mörgum sníkjudýrum að hann þurfti að fara í meðferð sem líkist einna helst lyfjameðferð.
2. Crewið á skilið milljón dollara:
Áður en ættbálkarnir sameinast vinnur tækniliðið á 24 tíma vökrum og sofa á jörðinni. Þrátt fyrir hitann og langa vinnutíma má tækniliðið ekki borða eða drekka fyrir framan liðsmennina. Einnig mega þeir ekki hafa á sér úr svo liðin fatti ekki hvað klukkan er.
3. Ástin blossar upp í Survivor:
Þótt margt af óþekku athöfnunum hefur gerst eftir þáttinn, nema kannski þegar þátturinn var í Ástralíu og ákveðin kvenmaður átti í ástarsambandi við þrjá meðlimi í ættbálknum sínum, varð fyrsta sambandið til í Survivor 4. Það var Gina og Hunter sem byrjuðu saman eftir þáttinn.
4. Það er leyni apótek:
Survivor fólkið hefur aðgang að litlum sjúkrakassa sem er falinn á bakvið tré nálægt búðunum. Þar er að finna sólarvörn,túrtappa,augnlinsuútbúnað og lyf samkvæmd lyfseðli ef einhver þarf á því að halda. Það eru ekki verkjastillandi pillur.
5.Það er læknir á svæðinu:
Þáttakendur geta pantað viðtal við lækni sem er tilstaðar ef eitthvað neyðartilfelli kemur upp. Það er hægt ef þeim líður eitthvað illa og vilja ekki að hinir viti af því. Oftast leitar fólk til læknisins vegna þvagvandamála sem koma upp vegna vatnsskorts.
6. Það er engin göngustígur að þinginu:
Þau eru keyrð þangað. Þingið er staðsett 15 mílur(20-25km) frá búðunum og þau labba aðeins smá spotta frá búðunum að stað þar sem bílar sækja þau og keyra þau á áfangastaðinn. Þau stoppa rétt hjá þinginu og bíða eftir því að sólin sest og þá er haldið áfram að taka upp. Þau kveikja á kyndlunum og labba eftir göngustíg sem er með steina og hátt gras. Samt er stéttlagður stígur hliðin á þar sem er ætlaður fyrir myndatökumennina.
7.Það fer enginn á spítala á meðan leiknum stendur:
Það hefur enginn farið á spítala fyrir utan Mike(sem brenndi sig á hendinni í seríu 2). Enginn hefur viljað fara á spítala því þeir vilja ekki líta aumingjalega út fyrir hinum liðsmönnum. Lex neitaði að fara á spítala þrátt fyrir að hann varð það veikur að honum var ráðlagt að fara á spítala. Lindsey neitaði líka þegar það leið yfir hana vegna vatnsskort þegar hún var að ná í eldivið.
Það var komið með næringu í æð og henni stillt upp undir tré í smá stund á meðan hún var að jafna sig.
8.Flugvélar:
Þrátt fyrir að framleiðandinn Mark Burnett hefur alltaf náð að semja um enga flugumferð yfir svæðunum vegna mögulegra myndatakna hefur það komið fyrir að vélar hafi flogið yfir. Þá felur fólkið sig undir trjám. Sama á við fólkið sem gistir í “aumingja bústaðnum”, þar eru þeir sem hafa verið reknir burt.
9. Nöldrið er raunverulegt:
Það er mikill misskilningur að halda það að one-on-one viðtölin séu gerð til að ögra fólki í að tala illa um hina. Þar spyrja þeir aðeins spurningar eins og “hvernig var dagurinn í dag?” eða “Hvernig líður þér?”. Þáttakendur hafa átt það til að byrja strax að kvarta og kveina í marga tíma þegar þau fá svona spurningu.
10. Þegar þú ert rekinn:
Bústaðurinn þar sem lúserarnir gista er í margra tíma fjarlægð. Þannig að þegar það er búið að drepa í kyndli hjá einhverjum þá gistir hann/hún á tjaldsvæðinu þar sem 400 starfsmenn sofa. Þar eru einnig sálfræðingur og læknir til staðar fyrir “stuðning”. Daginn eftir fara þau svo til “aumingja bústaðarinns” þar sem upprunalegur farangur þeirra bíður eftir þeim.
Jæja þá er ég búin að telja upp þessi leyndarmál. Ég veit ekkert hvort þetta er satt eða ekki. Ef fólk vill skoða þetta nánar þá fer það á www.eonline.com/Features/Features/Survivor4/Wanda
-cactuz