Ég rambaði inn á hamstur.is og þar komst ég að því að það er buið að ákveða hvar sería 5 verður tekin upp. Það eru greinilega ekki allir jafn spenntir og ég fyrir þessu eins og glögglega sést á grein þess aðila sem að skrifaði á fyrrnefndri síðu. En hér kemur greinin (copy/paste)

“Já þetta ætlar greinilega aldrei að enda þetta fyrirbæri sem heitir Survivor. Nú hafa forráðamenn CBS fengið leyfi frá yfirvöldum Thailands fyrir því að hafa fimmtu seríuna á Tarutao-eyjunni. Þessi eyja er í eyjaklasa í Indlandshafi. Eyjan er rétt hjá eyjunni þar sem myndin The Beach var tekin upp. CBS borgaði yfirvöldum Thailands 4.5 milljónir dala fyrir 40 daga tökur sem eiga að byrja í júlí. Nei nú fer maður að segja stopp, hversu mikið á að mjólka þessa belju.”

Ég hlakka allavegana til að fylgjast með þessu, hvað með ykkur?