Jæja, þá er fimmti þáttur af Survivor lokið og ég verð að viðurkenna að þetta var skemmtilegasti Survivor þátturinn af þessari seríu að mínu mati. Ég hef ákveðið að fjalla aðeins um þennan þátt. Einnig vil ég minnast á að ef þið sáuð ekki þennan þátt og viljið ekkert um hann vita stoppið þá að lesa ákkúrat…..hér :
Loksins gerðist það sem ég hef verið að bíða eftir. LOKSINS vann Maraamu eftir fjöldann allan af ósigrum. Ég hef haldið með Maraamu frá byrjun og varð því mjög feginn þegar þau unnu.
Í verðlaunakeppninni þá voru aldeilis vegleg verðlaun í boði, sá sem ynni færi í búðir hinna og tóku allt sem þau gátu á 2 mínútum. Allir voru með bundið fyrir augun nema Gabriel í Rotu og Kathy í Maraamu og þau áttu að leiðbeina liðinu sínu til að ná í trjábúta sem voru dreyft um svæðið og raða þeim svo í rétta röð. Og viti menn, Maraamu vann loksins og fengu þau að fara þar sem Rotu var og gátu tekið slatta frá þeim á þessum 2 mínútum og Rotu fólkið gátu bara horft á. Gott á þá :)
En hvað um það, keppnin um idolið var að gera sem mest sýnilega merkið og svo kom bátur og kallinn í bátnum dæmdi um það hvort merkið væri sýnilegra og Maraamu vann AFTUR og það þýddi að Rotu þurfti að fara á þingið í fyrsta skiptið í þessari þáttaröð.
Á þinginu gerðist nokkuð ótrúlegt, allir í liðinu ákváðu að reka Gabriel út því hann sagði eitthvað um að hann væri ekki þarna til að leika þennan leik og væri ekki þarna til að vinna milljón dalina og eitthvað svoleiðis bull og það fór eitthvað í taugarnar á öllum hinum og þau ákváðu að vota hann út.
En svona er þetta nú, vona að Maraamu vinni oftar, þau eiga það svo sannarlega skilið. En hvað um það, ég kveð að sinni.
Kveðja : Skari2