Eftir að hafa horft á þáttinn í kvöld þá er ég búinn að ákveða mig.
Þátturinn byrjaði eins og vanalega á að sýna fólk tala saman, þar sem það helsta var að John og Gabriel fóru að rífast og varð John fúll út í Gabriel. Svo í immunity challenge þá var einhver fáránleg þraut sem Maraamu vann, mín skoðun var að þeir urðu að vinna svo Mark Burnett hjálpaði þeim. Svo voru verðlaunin, að ræna búðum hins tribesins á 2 mínútum. Þá brotnaðu Rotu hópurinn niður og smá drama tónlist, sem var bara cool.
Eftir að Maraamu hafði stolið öllu gerði það þeim auðveldara að vinna næstu þraut, þar sem það átti að ná athygli skips sem var að sigla framhjá. Með þjóðernisrembuna (grín) Paschal haldandi á fána og Gina og Neleh haldandi á einhverju litaspjaldi náðu þau mun betri athygli. Gallinn við þessa þraut var að maður sá strax hver vann því skipið kom fyrst til Rotu, sem þýddi að þau mundu ekki vinna.
En síðan kom það áhugaverða. Í Rotu var allt í uppnámi því þurftu að fara á þing. John var búinn að fara um allt tribið og tala við Zoe, Tammy og Robert um að reka Gabriel í burtu. Síðan talaði hann við Sean um að þau mundu reka Gabriel, og svo síðar við Rob um að hann myndi reka Gabe. Þá hélt ég að þeir snillingarnir Rob og Sean, mundu tala við V og Gabe til að reka John í burtu. Þá yrði 4 á móti 4 og úrslitin myndu ráðast í spurningakeppni. En þau gerðu nefnilega allt annað og ráku Gabe. Sem að vissu leyti var snjallt þar sem þau myndu fá traust frá hinum og vera tekin sem hver annar Rotu meðlimur.
Þetta myndi mann dálítið á þegar þau ráku Hunter í burtu. Rob veit alltaf hvað hann er að gera og spáir mikið í svona og vona ég að hann verði sem lengst.
Svo var líka sýnishorn úr næsta þátti þar sem John var að sýna sig sem leader hópsins en Rob var ekki ánægður með það. Maður bíður spenntur eftir næsta þætti af SURVIVOR!
<B>Azure The Fat Monkey</B>