Í kvöld var verðlaunakeppni, hún gekk út á það að ættbálkarnir áttu að gera fleka sem þeir áttu að nota til þess sigla eftir einhverri ákveðni braut og taka upp fimm kassa, sá ættbálkur sem var fyrstur til að ná öllum fimm kössunum og sigla að endapunktinum fann. Rotu fann og gátu þau valið á milli teppa,kodda og olíulampa eða vikuskammt af hrísgrjónum, þau völdu teppin og það allt.
Friðhelgiskeppnin gekk út á það koma þrem kókoshnetum í gegnum völundarhús og ofan í gat. Einn stóð á palli og sá yfir völundarhúsið, en fjórir aðrir stóðu hjá hornunum og toguðu í spotta eftir því hvaða átt stjórnandinn sagði. Rotu vann það líka, þannig að Maraamu þurfti að fara í þriðja skiptið á þing, en Rotu hefur aldrei farið. Þar var Hunter kosinn í burtu, allir kusu hann nema Gina, en hún og Hunter kusu Söruh. Mér fannst það soldið fúlt, ég var að vona að Sarah yrði kosin, og Hunter var uppáhaldskeppandinn minn.
Mér sýnist af þættinum í kvöld að Rob sé að stjórna öllu þarna í Maraamu, hann talar við Sean og Söruh og þau kjósa eins og hann segir, og svo talar Sean við hina konuna(man ekki hvað hún heitir) og hann er ekkert að pirra neinn, þannig að mér finnst líklegt að Rob eigi eftir að ná langt. Og ég hef ekki hugmynd um hver verður kosin næst, en vona að það verði Sarah, en við verðum bara að bíða og sjá.