Maraamu og Sean. Svörtu gaurarnir eru alltaf skemmtilegastir. Líka C.B. (Survivor: Africa) sem hélt að hann væri warrior og var alltaf að mála sig. Sean er alltaf að segja brandara og í fyrsta þætti þegar hann var að gera grín að Hunter, það var alveg frábært. Svo þegar hann sagði “I´m from Harlem and representing”
Reward challengið í þessum þætti var dálítið sniðugt. Keppendur áttu að synda niður á hafsbotn og pikka upp steina til þess að þeirra bátur gæti flotið. Svo áttu þau að sigla í land á undan hinum. Rotu vann þetta og fengu þau kafaradót sem gagnast til veiða.
Imunity challengið var matarkeppni. Illa lyktandi kjöt með flugum sem hefðu skitið þarna í aldarraðir. Rotu vann þetta og þurfti Maraamu að fara á þing. Þar var Patricia (Mom) kosin í burtu. Ég hefði brjálast ef Sarah hefði verið kosin.
Mér sýnist þessi sería geta orðið sú skemmtilegasta hingað til. Skemmtilegri en 2 og 3. Umhverfið er eins flott og það getur verið og keppendurnir eru skemmtilegir.
Hverjum haldið þið með?
<B>Azure The Fat Monkey</B>