Þátturinn í gær (7.jan) var fínn. Núna held ég að það sé fátt því til fyrirstöðu að Ethan ætti að geta farið alla leið.
Verðlaunakeppnin var þannig að allir fengu pening til þess að bjóða í mat (svipað og í fyrra). Það komu allir frekar vel út úr því og það voru allir frekar sáttir við sitt. Tom og Ethan buðu saman í leynirétt og Tom var ánægður þegar að hann sá að það var skinka í því; “Ethan er gyðingur og borðar ekki skinku!” hahaha. Þeir eru orðnir bestu vinirnir í hópnum. Lex vann síðan immunity-keppnina, sem var einhverskonar spurningakeppni.
Um morgun dagsins sem tribal councilið var fór Frank að tjá sig um allskyns dót eins og byssueign og þess háttar redneck málefni og fór hrikalega í taugarnar á öllum, enda talaði hann non-stop alveg heillengi. Með því tryggði hann sér miða úr keppninni. Hann kaus Kim gömlu en allir aðrir kusu Frank, meira að segja Teresa (hún fór að gráta þegar hún kaus hann). Teresa reyndi að fá Kim gömlu til þess að gangast í lið með þeim (gamla Samburu) að kjósa Ethan. Kim vildi ekki svíkja hann og því gengust Teresa og Kim litla til liðs við gamla Boran og kusu Frank.
Jæja þá er Frank farinn og eru skiptar skoðanir á milli fólks um það. Hver fer næstur?
p.s. Mér finnst þetta fólk ekkert vera að þjást jafnmikið og fólkið í Survivor 2 gerði.