Hello fans !

Ég hef hingað til ekki tjáð mig á þessu áhugamáli og er reyndar nokkuð nýr “Hugari”. Þetta með fyrirsögnina “Brandon er dottin(n) út” þá skil ég áhorfendur Skjás 1 vel, það er ömurlega pirrandi að fá fyrirfram úrslit á svona þætti. Þessir þættir eru þess eðlis að botninn er tekinn úr spennunni ef það gerist.

Með Survivor seríunni hófst nýr kafli í mínu sjónvarpsglápi, ég hafði aldrei orðið svona spenntur og hreinlega orðið að sjá hvern einasta þátt. Svo spenntur varð ég í Survivor II að ég fór að fylgjast framgöngu þáttanna í USA, ég gat ekki beðið. Kaninn er 3 þáttum á undan okkur og núna eru t.d. aðeins 4 eftir í Survivor III.

Þarna liggur hættan. Ég ætla að (reyna a.m.k.) hætta núna að fara inn á official síðuna (sem reyndar er mjög ítarleg og flott) og verða spenntur yfir lokaþáttunum en ég er ansi hræddur að það verði engin leið í helvíti að komast hjá því að vita hver vinnur fyrirfram, því miður !

Þið munið lætin sem urðu síðast, þið getið rétt ímyndað ykkur núna hvort það séu ekki haugur af hálfvitum þarna úti (including fjölmiðlar)sem geta ekki beðið eftir að eyðileggja spennuna.

Gott dæmi: eftir frumsýningu “Usual suspects” þá sá eitt fíflið sig knúið til að redda sér stiga og klifra upp að risaskilti utan á bíóhúsinu og spreyja hring utan um hausinn á Kevin Spacey :) Ég veit ! nokkuð sniðugt en samt . . engin gleði fyrir aðra.

Ég er alls ekki svartsýnn að eðlisfari en þið þurfið líklega að loka ykkur algjörlega frá umheiminum í u.m.b. 3 vikur ef þið ætlið að njóta spennunnar yfir lokaþættinum.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun, “Áfram Ethan ! !”

Kveðja, SGW