Ég verð að segja eins og er að ég bjóst ekki við miklu af þessum þætti hélt að þetta yrði svona eins og ástarflegið sem satt best að segja var slæmur þáttur en mér að óvörum var þetta bara fínn þáttur.
Ég er hef lengi haft áhuga á fótbolta en ég vissi ekki að það væru virkilega til menn sem kynnu ekkert í íþróttinni og að það myndi vera svona fyndið enda hló ég mig mátlausan yfir þættinum og ég hlakka til að sjá meir frá þessum strákum.
Það sem verður gaman að sjá er hvernig þátturinn mun þróast. Erum við að fara sjá aulahúmor þ.e. endalaus skot af þeim að missa og detta um boltan, sem var reyndar fyndið, eða erum við að fara sjá þá bæta sig og verða eitthvað meira en þeir eru? Þátturinn gaf til kynna að við munum sjá hvoru tveggja og ég hlakka til að sjá hvort það sé virkilega hægt að gera fótboltamenn úr þessum strákum. Ég veit að þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Danmörku en það er bara ekki það sama og Ísland. Það er miklu skemmtilegra að sjá íslenska strák en einhverja sænska nörda.
Logi er líka flottur í þessum þáttum enda er maður bara töffari og gaman að sjá hann hliðna á 16 nördum en þeir sem þekkja Loga vita að hann hefur gaman að þessu og mun kridda þættina vel upp þ.e. ef marka má fótboltalýsingarnar hans og leikfimitíma í MH.
Allt í allt var þetta fínn þáttur og ég mæli með honum nú bara spurning hvort maður þarf ekki að fara að finna sér uppáhalds nörd til að halda með eða eitthvað. Fjórar stjörnur af fimm, fimmta stjarnan fellur út því ég frussaði kóki út um nefið þegar á hló eins og ég veit ekki hvað þegar 15 ára stelpur voru að flengja þá.