Sæl verið þið .
Málið er að nú er strákurinn “okkar” búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3 neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á því að verði hann þar 3ju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa honum að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept.
Til að minnka líkurnar á því að hann verði sendur heim í næstu viku, verða allir þeir sem finnst “alveg frábært hvað honum gengur vel” en hafa aldrei gefið honum atkvæði sitt, og með því hjálpað honum, að taka á sig rögg og kjósa hann.
Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 02 - 06 um morguninn. Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst.
Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa hann, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla, gætu, án þess að leggja mikið á sig, vaknað hálftíma jafnvel klukkutíma fyrr sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og nettengingu, og kosið á http://rockstar.msn.com/ þar er hægt að kjósa eins oft og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt.
Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis!
Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn , nú ef það tekst ekki getum við ekki sagt að við höfum ekki reynt!
PS. Kjósum Magna til að koma honum í úrslitaþáttinn, ekki til að koma honum í Supernova, það eru þeir sem ákveða sjálfir hvaða söngvara þeir vilja.
Með baráttukveðjum
Magna aðdáandi