The beauty and the geeks
Okey þar sem þetta áhugamál (ásamt fleirum) er að deyja út, þá ákvað ég að senda inn smá gein um raunveruleikaþátt sem ég sá á föstudaginn…
The beauty and the geeks er um hóp af gullfallegum ljóskum og hóp af gjörsamlega glötuðum nördum! Ég er vanalega ekkert svo hrifin af raunveruleikaþáttum því þeir verða fljótlega svo þreittir, en þegar ég sá auglýsinguna um þennan, ákvað ég að ég yrði allavegan að horfa á fyrsta þáttinn :)!
Fyrst var þeim komið fyrir í tveimur herbergjum, og hvorugir hóprnir vissu af hinum, og þau vissu ekki um hvað leikurinn snerist (samkvæmt því sem kom fram í þættinum). Síðan gekk einn nördanna inn í herbergið hjá stelpunum, síðan aftur fram, og þá bauð ein stelpa sig fram til að vera með honum í liði. Síðan gekk ein stelpa inn til strákan, aftur fram og einn strákana bauðst til að vera með henni í liði! Síðan gekk þetta koll, af kolli, þar til búið var að mynda nokkur tveggja manna lið.
Leikurinn gengur sem sagt út á það að ljóskurnar eiga að kenna strákunum að vera félagsvænni, nútímalegri og flottari, og strákarnir eiga að gera stelpurnar gáfaðari… Það lið sem nær mestum framförum vinnur og svo voru eitthvað geggjað miklir peningar í verðlaun :)…
Fyrsta þrautin var þannig að stelpurnar áttu að svara spurningum upp úr 5.bekkjar efni, og strákarnir áttu að dansa fyrir framan sal með stelpunum. Síðan fengu þau eitt kvöld til að æfa sig.
Sigurvegararnir í hvorri keppni átti að velja eitt lið til þess að kepp um hvort myndi detta út. Og stelpan sem vann og strákurinn sem vann voru í sama liði, svo þau fengu bæði að velja.
Liðin sem þau völdu mættust svo í spurningakeppni, þar sem stelpurnar fengu spurningar um stjórnmál, eða eitthvað þannig, en strákarnir þurftu að svara spurningum um nútíma tónlist.
Það lið sem tapaði datt út…
Það skemmtilegasta við þennan þátt var að heyra hvað nördarnir höfðu að segja í myndavélina, hvað þeir lofsungu stelpurnar og þannig, og síðan þær, alveg að deyja, því þeir voru svo asnalegir!
Nema ein stelpan sem varð hrifin af einum þarna, það var soldið mjög fyndið :D…
Hvet alla til að horfa á þennan þátt á föstudögum á stöð 2