komið þið sæl,
þetta byrjaði sem korkur en þegar ég gat ekki hætt að skrifa ákvað ég að senda þetta inn sem grein í staðin.
Ég sé reglulega hérna inn á huga að fólki finnist raunveruleika sjónvarp vera þreytt og vill hlest að það sé hætt að framleiða þetta, ég ákvað að skrifa nokkrar línur um hvað mér finnst gott við raunveruleka sjónvarp
Ég verð einhvern vegin spenntari yfir raunveruleikaþáttum heldur enn fyrir leiknum þáttum. Ég á svo auðvlet að setja mig í spor þeirra. Því þetta er veljulegt fólk við óvenjulegar aðstæður, mitt uppáhald er Amazing race og Biggest loser. Spyr mig oft hvað myndi ég gera.
Það besta við kaphlaupið mikla er að það er enginn að kjósa aðra út. Aðeins fólk í kapphlaupi og þeir sem standa sig best vinna, ekkert félagslegt, engin vinsældarkosting aðeins fólk að flíta sér. Reyndar getur 2 x í leiknum seinkað þínum stæðsta keppinaut um 15 mín, en það er allt.
Biggst loser, þar er aftur á móti kosið fólk i burtu og ekki alltaf sá sem er að gera minnst heldur stundum sá sem passar minnst í hópin. En samt sem áður margt fræðandi í þessum þáttum. Eins og flestir vil ég losna við aukakílóin mín, þó þau séu ekki nálægt því eins mörg og hjá þessu fólki. En fyrst að þetta fólk getur orðið grant, þá hlýt ég að geta það líka.
Þættir sem ég virkilega mæli með og hafa ekki verið sýndir hér á landir beauty and the geek. þar eru sett saman í lið gullfalleg stelpa sem treystir allt of mikið á útlitið og strákur sem spáir ekkert í útlið hefur jafnvel aldreif farið á stefnumót en er snillingur í skóla. þeim er parað saman í lið (ein stelpa og einn strákur) og eiga þau að kenna hvort öðru að nýta meira enn bara útlið og gáfurnar enn að finna leið til að samnýta þetta. Stelpurnar hjálpa strákunum að komast úr úr skelinni sinni og strákarnir sýna þeim, að þær eru í raun og veru klárar ef þær nenna að leggja sig fram. Þau keppa síðan í sínum veikleikum stelpurnar þurfa að gera eitthvað sem strákarnir eru góðir í eins og setja saman tölvu (tengja kassan við skjáin ) og strákarnir þurfa síðan að keppa innbyrgðis t.d. með að innrétta herbergi. Síðan í hver viku dettur eitt par út. Persónuleg finnst mér bresku fyndari enn þeir bandarísku, þó að þeir komi seinni en það er bara út af breksa húmornum.
Núna þessa vikuna var ekki sýndur einn þáttur af þeim leiknu sem ég er að fylgjast með úti í bandaríkunum, en það var mikið að gera í raunveruleika þáttunum, og það er aldrei 3 vikna hlé milli þátta. Mér finnst leiðinlegt að bíða í svo langan tíma eftir næsta þætti og því er fínnt að hafa eitthvað til að horfa á. Raunveruleika sjónvarp er fínt fyrir sjónvarpsjúkling eins og mig. Ég get fengið minn ,,skammt" í hverri viku.
ég fylgist líka með survivor, American Idol (reyndar spóla ég mikið fram yfir þegar ég horfi á það, ég nenni ekki alltaf að hlusta á öll lögin, þó þau séu vel sungin ef þau eru leiðinleg) hef gaman að því að hlusta á dómaranna.
Takk fyrir að nenna lesa rökin mín fyrir áægtis raunveruleika sjónvarpsins.
kv. Gunna Sjöfn