Sælt veri fólkið og gaman er að geta farið að skrifa inn einhverjar greinar inná þetta áhugamál, þar sem ég hef áður fyrr verið upptekinn sökum jólastúss, eða skóla. En nú ætla ég mér að koma mér að efninu.
Umræðan er í þetta sinn ,,Fear Factor''. Ég hef ávalt verið að klóra mér í hausnum yfir svona þáttum, vegna þess hver tilgangur þeirra er, og í þetta sinn er farið yfir mörk óttans. Sá sem sigrar keppnina verður hinn alræmdi ,,óttameistari'' og til þess að geta unnið þarftu að gera einhverjar hættulegar þrautir með meðfylgjandi öryggisbúnað, borða pöddur o.s.frv.
Er þetta virkilega spennandi sjónvarpsefni? Mitt álit er það, að ekki er hægt að mæla ótta útfrá því að vera í einhverri teygju þegar að maður á að hoppa á milli bíla. Maður veit innst inni að ef eitthvað klikkar, þá bjargar teygjan eða annar búnaður manni.
Ég fengist til að horfa á þáttinn ef þetta yrði eitthvað ekta ,,action''. Ef öryggisbúnaður væri enginn, þá myndi ég flokka þetta sem ,, Óttameistarann'' ( Fear Factor). Er ég sá eini sem virkilega sé hlutina á þessa vegu? Allavega þá væri gaman að fá ykkar álit raunveruleikaáhugamenn.
Annars fyrst talað er um svona raunveruleikaþætti, að þá mætti alveg fjarlægja nokkra þannig almennt úr íslensku sjónvarpi. Fólk getur fengið sér ,, Sky'' eða eitthvern annan sjónvarpsmiðil til að horfa á þessa tegund sjónvarpsþátta.
Ekki nóg með það, þá lenti maður í því að sjá pödduátið skjótast uppá skjáinn þegar að maður var að borða ristaða samloku með sveppum og lauk og öðru góðgæti.
Allavega þá er þetta mín skoðun, hver er ykkar?