Ákvað að koma með útúrsnúning varðandi nafnið á Íslenska ,,Bachelornum'' vegna þess hve súr mér fannst þessi þáttaröð í heild sinni vera. En í gær gerðist nokkuð rosalegt í íslensku sjónvarpsefni í heild sinni! Bachelorinn kláraðist.

Húrra fyrir íslenskum raunveruleika, sálum okkar er borgið! Loksins var þessari þáttaröð af þessum lélega eftirlíkindaþætti lokið. Nú getur sál mín kvílt í friði. Var þarna komið að síðasta þættinum í gær og ég átti erfitt með að halda vatni af ,,spenningi''. Það voru aðeins tvær stúlkur eftir!

Voru þær svona ágætlega föngulegar, enda í samanburði við hinar stúlkurnar sem í þættinum voru, þá væri allavega vert að bjóða þeim á pulsuvagninn, útlitslega séð. En voru þau þarna komin niðrí bæ, á mjög huggulegan stað rétt hjá Ingólfstorgi.

Verð ég að segja að áður en að ég kem mér að efninu að þá hafi uppsetningin fyrir þáttin verið dálítið fyndin að mínu mati, og ekki var nóg með það heldur varð maður að passa sig á því að fá ekki krampakast úr hlátri og deyja við að sjá hvað skrifað var sem úrdrátt fyrir þátt kvöldsins, og hann er eftirfarandi:


,,11. þáttur
Örlagastundin er runnin upp. Íslenski bachelorinn, Steingrímur Randver
Eyjólfsson, þarf að gera upp hug sinn - og ekki verður aftur snúið (Við þessa setningu fóru svitadroparnir að segja til sín)


Tvær stúlkur, þær Gunnfríður og Jenný standa hjarta hans næst.
Hvor þeirra er heppilegri lífsförunautur að mati Steina?
Er sú útvalda sama sinnis?''

Hafiðið heyrt annað eins kæru lesendur. Ekki nóg með að þátturinn hafi verið væminn, heldur voru síðustjórnendur það líka. Maður myndi nú bara þakka fyrir ef önnur sería af þessu yrði EKKI framleidd. Annars er það svo sem allt í lagi, því það er hægt að finna endalaust eitthvað illt um þetta.

En komum okkur nú að efninu. Hann tók upp rósina og sagði hreinlega við Gunnfríði ,,I ain't for skinny bit%$#.'' Nei hann sagði að hann hefði gert upp hug sinn, og að hún væri ekki sú rétta fyrir sig, og valdi Jenný er hún kom, og allir urðu voða glaðir og allt endaði vel. Meira að segja þá líður mér vel með að þessari ,,sögu'' lauk.

Annars þá segi ég bara eins og í hinum sígildu ævintýrum:

The End


Heimildir: http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/bachelor/thaettir/thattur/store35/item2575/