Biggest loser Hér er svona um hvað Biggest loser. Caroline Rhea er umsjónarmaður The Biggest Loser . Í þáttunum keppa offitusjúklingar, með hjálp sérvalinna einkaþjálfara um hverjum gengur best að megra sig og halda reglurnar. Sá sem ber sigur úr býtum fær ekki einungis 250.000 dollara í sinn hlut heldur eykur hann einnig lífsgæði sín með hollari lífsháttum. Óvenjulegir veruleikaþættir.

Þar mátti meðal annars sjá feitt fólk gráta yfir því að það hefði ekki misst meira en 1.5 kíló á einni viku, vegna þess að vikuna þar áður hefði það tapað 10.

Það barmaði sér yfir því að það hefði lagt enn harðar að sér þessa vikuna en vikuna þar áður og keyrt sig út, marga klukkutíma í ræktinni á hverjum degi. Fyrir utan það að það sé vöðvunum nauðsynlegt að taka einn hvíldardag í viku, svo þeir nái að enduruppbyggja sig og til þess að koma í veg fyrir vöðvarýrnun, þá er það að missa mikið meira en 1 kíló á viku mjög slæmt fyrir líkamann. Þetta 1.5 kíló sem fólk var að missa, var sem sagt virkilega góður (ef ekki of góður) árangur miðað við eina viku.

Það sagði heldur enginn fitubollunum áður en þær stigu upp á vigtina og þeim leið eins og aumingjum, að fyrstu kílóin til þess að fara væru “water weight”, en ekki fita og það myndi hægja á þyngdartapi dálítið eftir það.

Ég kann ekki alveg við skilaboðin sem þessi þáttur sendir hinum almenna einstakling með aukakíló. Þarna á baki liggur engin fræðsla eða ráðleggingar um hvernig best sé að losna við þau. Þarna er líka algjörlega einblýnt á kíló, en ekki fituprósentu eða ummál, sem er um það bil það heimskulegasta sem fólk getur gert.

Mér þætti gaman að sjá hvernig komið verður fyrir fitubollunum í þessum þætti, ári eftir að tökum hefur verið hætt… haha
allir kíkja á www.blog.central.is/-fab4