Nú verður síðasti Survivor Palau þátturinn næsta mánudag (30.05.05)og það voru Tom og Katie sem komust áfram í úrslitin. Ég ætla að segja aðeins frá atburðarásinni síðustu dagana fyrir lokaatkvæðagreiðsluna og síðann ætla ég að koma með mína spá um það hvernig atkvæðin falla.
Þátturinn síðasta mánudag var mjög dramatískur og var Ian þar í algjöru aðalhlutverki. Það var nefninlega þannig að Tom komst að því að Ian hafði sagt við Katie og Jenn að ef Tom inni ekki friðhelgi þá myndi hann kjósa Tom út. Skiljanlega var Tom ósáttur með þetta og á þinginu kaus hann gegn Ian. Að lokum var það svo niðurstaðan eftir einstaklingskeppni milli Jenn og Ian að Jenn datt út.
Eftir þetta þing var ekki mikil vinátta milli Ian og Tom og þeir fóru því í síðustu friðhelgis keppnina frekar ósáttir út í hvorn annan. Keppnin fólst í því að standa á bauju eins lengi og hægt væri.
Katie datt fyrst út en baráttan milli Tom og Ian hélt áfram. Þegar margar klukkustundir voru liðnar sagði Tom að ef Ian myndi hætta núna myndi hann taka hann með sér í úrslitin. en ef að Ian gerði það ekki og Tom inni þá yrðu það hann og Katie í úrslitum, Ian félst ekki á þetta og sagðist mundi berjast til loka.
Þegar tæplega tólf tímar voru liðnir varpaði Ian svo sprengjunni. Hann bauðst til þess að hætta ef að Tom myndi lofa að taka Katie með í úrslitin! Þetta gerði hann því að hann taldi vinskap sinn við Tom og Katie vera meira virði en peningarnir. og þannig fór það að eftir nákvæmlega 11 klukkustundir og 55 mínútur gaf Ian keppnina.
Eftir þessa óvæntu framvindu mála þurfti ekkert þing og Tom stóð við loforðið og valdi Katie með sér í úrslitin.
Og þá kem ég að spá minni um það hvernig atkvæðin munu falla í loka atkvæðagreiðslunni.
Byrjum á Coby. Coby átti ekki í neinu sérstöku sambandi við hvorki Katie né Tom. Honum líkaði aldrei við það hvað Tom var að reyna að vera mikill heiðursmaður og fannst hann vera falskur. Hvað varðar Katie þá fannst honum hún hafa farið full létt í gegnum leikinn og að hún hefði alls ekki lagt nógu mikið á sig til að vinna þetta. Spáin mín er: Coby kýs Katie
Næst er það Janu. Janu var heldur ekki í neinu bandalagi við Tom og Katie. Hún og Katie elduðu oft á tíðum grátt silfur saman og einfaldlega þess vegna er spáin mín: Janu kýs Tom
Næst er það Steph. Steph var einn mesti keppnismaðurinn og þess má geta að ég hélt með henni allt frá fyrstu þáttunum. Hún kom úr Ulong yfir í Koror og þurfti að berjast fyrir veru sinni í þáttunum við komuna þangað.
Eftir að hún kom þá sagði Tom við hana að hann myndi reyna að halda henni inni í lengstu lög. En eins og sjá má þá tókst það ekki og hún sakaði hann um að hafa ekki reynt nógu mikið.
Samband hennar við Katie var mest þegar kvennmennirnir ætluðu að standa saman og kjósa út mennina, en það fór allt út um þúfur þegar Carin kjaftaði. Útfrá þessu er spáin mín: Steph kýs Tom, einfaldlega vegna þess að hann reyndi að hjálpa henni.
Næst er það Greg. Hann var lengst af í sambandi með Tom og Katie en var kosinn út í einni rosalegustu svikamyllu þáttanna frá upphafi. Tom átti stóran hlut í því og ég tel að það muni hafa mikil áhrif á ákvörðun Greg.
Hvað varðar Katie þá fannst Greg hún ekki hafa lagt nógu mikið á sig til að komast svona langt. Þannig að spá mín er: Greg kýs Tom, bara vegna þess að ég held að hann meti Tom fyrir að hafa náð að kjósa sig út.
Þá er komið að Caryn. Hún og Katie voru ekki alltaf mjög sáttar með hvor aðra og áttu sér stað þónokkurt orðaskak milli þeirra í þáttunum.
Hún og Tom voru hins vegar með samkomulag um að reyna að sjá um hvort annað. Tom var samt að leika tveimur skjöldum og Caryn var als ekki ánægð með það. Spáin mín: Caryn kýs Tom.
Þá er það þokkadýsin Jenn. Hún og Greg voru allaf í nánu sambandi og stóðu saman allan tímann. Það sem ég held að ráði mestu um ákvörðun hennar er hún var ósátt með að Katie kaus gegn henni á síðasta þinginu og einnig hver ákvörðun Greg er. Því er mín spá: Jenn kýs Tom.
Að lokum er það Ian. Hans atkvæði er mjög tvísínt að mínu mati. Hann var búinn að vera í nánu samstarfi við bæði Tom allan leikin. Hann og Tom gerðu m.a. samkomulag milli sín snemma í leiknum um að koma hvor öðrum í loka þriggja manna hópinn, það gekk eftir þrátt fyrir ósættið í lokin.
En samband hans við Katie var einnig mjög náið. Hann lofaði meðal annars manni systur hennar að hann myndi sjá um hana.
En spáin mín er: Ian kýs Katie.
Af þessu sést að samkvæmt minni spá þá fær Tom fimm atkvæði á móti tveimur atvæðum til Katie og vinnur því milljónina nokkuð örugglega.
En þetta er bara mín spá og hvað veit ég svosem. Nú býður maður bara spenntur eftir úrslitunum á mánudaginn. Ég vil einnig benda á að spáin mín byggist bara á því hvernig ég les úr orðum og gjörðum einstaklinganna í keppninni, ég er ekki í neinu sambandi við neinn af keppendunum.
Gefið endilega álit og ég vona að þetta hafi ekki verið allt of langt.
Takk fyrir mig