Mér fannst viðbrögð Colbys þegar að hann tapaði dálítið asnaleg. Maður veit það nú bara sjálfur að ef maður tapar og fær bara 100 þúsund dollara í stað 1 milljón dollara þá verður maður fúll.
Það er reyndar allt í lagi að samgleðjast þeim sem vann enn þetta var einum of. Hann fagnaði eins og hann hefði unnið. Það vita allir að þetta voru ekki hans alvöru viðbrögð við að Tina vann. Hann hefur að sjálfsögðu orðið dálítið fúll yfir að hafa tapað.
En mér fannst hann sýna mikla heimsku að velja Tinu í stað Keith vegna þess að Colby hefði unnið Keith. Keith var ekki það vinsæll hjá öðru fólki hann var hrokafullur og leiðinlegur.
Hvað ætli Survivor fólkið hafi þurft að bíða lengi eftir að fá úrslitin kanski 1-2 mánuði?