Jæja, ég ákvaða að setja hér saman eina grein og senda hana inn. Ég elska að horfa á þessa þætti á þriðjudögum.. alveg frábærir þættir :D
Þetta er semsagt 6. serían og þessi sería byrjaði hér á Íslandi, en það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum.
Það eru 7 lið eftir og ég ákvað að segja svona aðeins frá þeim og hvaða álit ég hef á þeim.
Seinast duttu Don and Mary Jean út, en þau eru þau elstu sem hafa komist svona langt, sem er auðvitað frábært!

Adam og Rebecca: Þau voru eitt sinn saman, en eru það ekki lengur. Eru bæði þjálfarar á heilsuræktarstöð. Adam býr enþá heima hjá foreldrum sínum og er víst voðalega lítið sjálfstæður. Mér finnst hann allt að því barnalegur, alltaf þegar Rebecca segir við hann að þetta gangi ekki, þá hótar hann að hoppa fyrir leist og út um gluggan. Mér finnst þau samt alveg ágæt og býst við að þau nái svolítið langt.

Freddy og Kendra: Eru trúlofuð og vinna bæði sem módel, en þannig hittust þau einmitt, voru saman í töku. Mér finnst þau bæði vera mjög elskuleg og skemmtilegt hvernig þau koma fram. Ég held að þau komist þónokkuð langt og vona það, eitt af þeim liðum sem ég held með.


Gus og Hera: eru feðgin, hann er fyrrum CIA- maður og hún er sérkennari. Mér finnst þau vera alveg rosalega fínt lið, taka því rólega en samt alltaf alveg viss eitthvernveginn í sinni sök. Já, mjög skemmtilegt lið. En held samt að þau eigi ekki eftir að vera eitt af toppliðunum.


Hayden og Aaron: Hittust fyrst fyrir um 8 mánuðum og segja að það hafi verið “ást við fyrstu sýn”. Mér finnst þau vera sterkt og skemmtilegt lið, og eru eitt af mínum uppáhaldsliðum. Held að þau eigi eftir að standa uppi sem eitt af síðustu liðunum.

Jonathan og Victoria: Kynntust fyrst á blindu stefnumóti fyrir sjö árum og hafa verið gift í þrjú ár. Það er alltaf eitt lið eða svo sem er alltaf að rífast. Og þetta árið eru það þau, ég hálfvorkenni Victoriu, það kemur þannig út að hún sé mjög “kúguð” en hann er mikið að öskra á hana, en skiljanlega myndast mikið stress. Mér finnst þau eiga sínu góðu hliðar, en stundum fer Jonathan virkilega í taugarnar á mér.

Kris og Jon: hittust fyrst, fyrir ekki svö löngu síðan. Réttara sagt á þrítugs afmæli Jon ( en hann er þrítugur enþá þannig að ekki meira en ár). Kris var að ganga um beina á kránni sem hann var á að halda uppá afmælið sitt og þar hittust þau. Eru í fjarsambandið vegna vinnu Jon´s. Mér finnst þau vera voða sweet lið og eitt af þeim liðum sem ég held mest upp á. Hef trú á því að þau nái langt.

Lori og Bolo: Glímukapparnir Lori og Bolo hafa verið saman í um 8 ár. Mér finnst oft skondið að horfa á þau. En hún fer oft hrikalega í taugarnar á mér. Mér finnst þau fín og þau setja mjög sérstakan lit á keppnina.

Já þetta var svona smá yfirferð yfir liðin. Vona að þið hafið haft gaman af þessu. Hverjum haldið þið með annars?