Hafið þið einhvern tímann lesið kvikmyndadóma þar sem er farið alveg í gegnum plottið frá upphafi til enda? Þetta er mun verra en það. Maður getur ákveðið hvort maður les dóminn, segjum að í einhverri ímyndaðari mynd þá komi fram í lokinn að Bruce Willis sé sonur Sean Connery, engum myndi detta í hug að hafa titilinn á kvikmyndadómnum “Bruce og Sean leika feðga” eða “Bruce finnur föður sinn Sean”, allir átta sig á því hvað þetta er heimskt. Segjum að Biblían væri spennusaga og bókadómur um hann væri undir titlinum “Jesú krossfestur en snýr samt aftur”.
Netið hefur meiri þroska en þetta, SPOILER er orð sem hefur komist í orðaforða netverja af því að það er nauðsynlegt. Verst að DV hefur aldrei heyrt orðið Spoiler.
<A href="