Allavega þátturinn gærkvöldi byrjaði eins og búast mátti við eftir að hafa séð smá úr honum í þættinum á undan. Twila byrjaðir að rífast og skammast í öllum yfir þessu þar sem hún sór eið. Sjálfum fannst mér þetta frekar asnalegt, hverjum gat ekki verið sama, Ami var t.d. bara mjög tapsár :) Þau vita það öll að þau myndu gera það sama ef þeirra staða væri að veði. Plottið hjá Twilu, Scout og Chris að taka Elizu og henda Leann og Ami var natturulega snilli og gaman að því, datt ekki i hug að Twila gæti fundið upp á því eftir fyrri þætti en hún kann greinilega sitthvað.
Allavega eftir smá barnarifrildi var komið að verðlaunakeppninni þar sem í verðlaun var hestaferð upp á virkt eldfjall þarna í grennd, eitt það virkasta í heimi, man ekki alveg nafnið á því en það sást vel að þetta var eldfjall ;) Það var kofi á svæðinu þar sem var fullt af pulsum, brauði, bjór og víni og var ekki lítill ofn þarna í hverunum rétt hjá til að steykja pulsurnar ;)
Keppnin sjálf snerist um að leysa fullt af fyrrverandi þrautum, eins og skríða undir,ná svínum, fara upp einhverja þraut og nota teygjubyssu til að brjóta diska. Datt alltaf einn og einn út, kom engum á óvart að Scout fór fyrst út. Svo þegar kom að svínaþrautinni kom ekki heldur á óvart að Eliza datt út. Svo datt Chris út þegar það átti að raða kubbum upp, hann var reyndar fyrstur til að byrja með og var kominn með þetta nema vantaði einn kubb inn á milli, Jeff hló smá sýndist mér enda sá hann vel að sá kubbur var bakvið Chris allan timann, Chris pældi ekkert í þvi hvað þetta hjá hinum var stærra en sitt og endaði með að hann datt út. Twila og Jules héldu svo áfram, voru frekar jafnar en svo datt Twila og meiddi sig eitthvað og Jules hafði nægan tima til að vinna þetta með fullri ró. Meira segja smá hroki fyrir síðasta skotið :)
Jæja svo Jules var og að sjálfsögðu átti hún að velja einn með, og það var augljóst allan tímann að sá maður yrði Chris enda er hann lykillinn að áframhaldandi þátttöku hennar. Þau eru ágætis vinir reyndar virtist vera og ná vel saman og Chris sagðist ætla íhuga þetta vel og vandlega. Svo komu þau aftur til baka og hughreysti Chris Twilu og Scout að hann væri með þeim alla leið. Sagði svo við Jules og Elizu að hann ætlaði að bíða eftir að immunity challenge væri búið.
Þá var komið að stóru stundinni þá sérstaklega fyrir Jules sem fannst eins og það væri öruggt að hún færi ef hún myndi ekki vinna. Það var sniðug þraut í gangi núna, man eftir henni frá því í öðrum þáttaröðum. Einkenndist í því að það voru nokkur hús með spurningu í og tveir valmöguleikar, annar var réttur og hinn rangur. Átti að safna 5 réttum til að vinna. Hlægilegt hvað Scout byrjar alltaf hægt reyndar og samt finnst manni lika fáránlegt hvað allt þarf að vera líkamlegt svo hún á lítinn séns. Hún þarf liklega að treysta á Twilu. Allavega Chris, Eliza og Jules hníjöfn í byrjun en svo fóru Eliza og Jules fram úr sem endaði með naumum sigri Eliza svo hún var örugg í kvöld!
Þá var komið að því að fara aftur í búðirnar. Chris var milli án efa millimaðurinn fyrir báða aðila. Það var ljost að þær voru 2 og 2 saman og hann i miðjunni og það var ekki séns að þær hefðu getað sett ágreining sinn til hliðar og kosið Chris út, myndi aldrei gerast :) Chris lofaði í endann svo báðum aðilum að hann var með þeim. Sjálfsögðu átti hann að lofa Twilu og Scout því þau björguðu honum en svo sem gæti verið gott að reka þær út fyrir hann og ætti hann að gera það ef þeir væri í hans besta hag.
Skil ég ekki af hverju hann lofaði Jules því hefði hann bara sagt i byrjun að hann yrði að standa með Twilu og Scout þá hefði Jules skilið það, eins og hann varð að vera eitthvað leiðinlegur en Jules átti það svo sem skilið, sveik illa karlanna fyrir að halda henni i leiknum. Hun getur ekkert kvartað þegar hún á eftir að spurja Chris næsta mánudag. Jæja það er orðið ljóst að Chris valdi að halda Twilu áfram og henda Jules út, alltaf jafn fyndið að sjá svipinn á Elizu :) Stóru augun gapandi hissa man, priceless! :)
En þá eru 4 eftir: Chris Eliza Scout og Twila.
Ef ég á að segja mitt álit á þessu þá verður Eliza að vinna immunity næst, sé ekki að Chris fari í tvo á tvo gegn Scout og Twila því það er ekkert hægt að stía þeim i sundur, getur ekki verið :) Svo er augljóst ef Chris kemst í úrslitin þá vinnur hann, það ætti að vera öllum ljóst frá því að þau ráku Leann i burtu fyrst.
Ef hann fer á móti Scout, þá fær hun liklega bara atkvæði Twilu ef eitthvað er, hinar hata Scout, sérstaklega Ami og karlarnir hafa verið að hlæja að snilli Chris. Ef Twila fer úrslit gæti hun fengið atkvæði Sarge og Scout ekki meira, sama saga með hana og Scout i raun. Ef Eliza fer í urslit fær Chris atkvæði Scout Twilu Sarge og Chad pottþétt og sigrar. Svo Chris þarf bara að einbeita sér að þvi að komast i urslit, svo það skipti littlu máli þótt hann særði Jules smá :)
En það þarf ekki að vera hann komist í urslit eins og Twila veit örugglega sjálf að hun verður að vinna loka immunity til að koma sér í urslit og getur þá valið Scout eða Elizu þó ef Eliza vinnur immunity frekar en Chris. Scout væri betra val því stelpurnar hata hana jafn mikið og held að karlarnir líki betur við Twilu eftir samvist þeirra í smástund. Þannig Chris verður að vinna bæði immunity(amk koma i veg fyrir að Eliza vinni það fyrra) til að komast í urslit.
Ekki spurning að maður haldi með the underdog Chris í þessu og vonandi að hann hreppi hnossið.
Kveðja