Góðann daginn og gleðileg jól :D
Mér langar að segja frá skemmtilega reality - þættinum “Playing it straight” sem er sýndur á kanal 5 hér í Svíþjóð. Ég veit ekki hvort hann sé sýndur á Íslandi.
Þátturinn fjallar um hina fögru Jackie sem kom til að finna drauma manninn. 16 karlmenn (mynnir mig) keppast um að vinna hjarta hennar og eina miljón dollara sem þau mundu svo splitta á milli sín. Hvað væri raunveruleikaþáttur án smá útúrsnúningi??
Þetta er skemmtilegi parturinn því að nokkrir af karlmönnunum er hommar og aðrir eru gagnkynheigðir :D
Ef að hún á eftir að velja gagnkynheigðann mann í endanum deila þau með sér einni miljón dollara en ef að hún á eftir að velja homma í endanum mun homminn fá miljónina alveg einn og hún á ekki eftir að fá neitt!!
Til þess að gera þetta aðeins skemmtilegra eru allir þessir karlmenn soldið hommalegir á sinn eigin hátt. Einn er til dæmis alltaf í níð þröngum bolum og annar er með sinn eigin snyrti skáp inná klói bara fyrir hárið sitt. Þetta gerir þetta mjög erfitt fyrir hana því að þessir gaurar þurfa ekkert endilega að vera hommar. Hún sendir 2 gaura í burtu í hverjum þætti og síðast sendi hún til dæmis burt Ryan sem að stendur í klukkutíma á hverjum morgni inná klói og fixar hárið sitt og gengur í þröngum ermalausum bolum og tala hommalega. Þegar hún sendi hann heim sagði hann hvort hann væri hommi eða ekki (þeir gera það alltaf þegar þeir eru reknir heim) og hann sagðist vera gagnkynheigður :S
Hinn gaurinn sem hún sendi heim í þeim þætti var eiginlega ó - hommalegasti gaurinn þarna og gaurarnir giskuðu sko alltaf hver í húsinu voru hommar og það var enginn sem giskaði á að hann var hommi. Hann var frekar lítill og í svona ekta fullorðins fötum (stórri flíspeysu og víðum gallabuxum). Hann var hommi!! Ég held að Jackie hafi sko bara sent hann heim því að henni líkaði ekki við hann. Hún trúði því varla sjálf þegar hann sagðist vera hommi.
Núna eru 10 strákar eftir og þetta er æsispennandi því hún er búinn að senda fleiri gagnkynheigða menn heim en homma :S
Ef hann er sýndur á Íslandi þessi þáttur, mæli ég með honum.
Kv. StingerS