Ég verð að segja fyrir minn smekk að survivor 9 hefur ollið geysilegum vonbrigðum og ég held að það þurfi kraftaverk til að bjarga þessu survivor battery. Survivor 1-4 voru fjandi góðar seríur og maður náði sevona “bond” með fólki eins og Rich, Colby, Rudy. Big Tom, Ethan,Boston Rob og fleirum. en síðan hallaði undan fæti í survivor 5 því þá vor fólkið gjörsamlega litlaust og það var hreint pína að horfa á þættina og sem dæmi þá dróst áhorfið saman frá 22 milljónum sem horfðu á meðtal á hvern þátt niður í 16 milljónir!! Svo slæmt var það að Les Moonves dagskrástjóri Cbs sagði að sjötta serían gæti verið sú seinasta! Sem betur fer þá var 6 serían hrein snilld og sjöunda serían með Rupert og Jonny Fairplay í broddi fylkingar bjargaði þessu stórveldi fyrir horn. Síðan kom Survivor All stars sem olli nokkrum vonbrigðum því þetta var nokkuð fyrirsjánleg sería og “stjörnunar” hugsuðu frekar upp á ímyndina en að ljúga og plotta.
Núna eru 5 þættir búnnir af survivor 9 og ég verð að segja að mér finnst þessi sería langverst af þeim öllum. ÞAð er enginn einn keppandi sem stendur upp úr, allt saman frekar fyrirsjánlegt og “Twistin” hafa verið frekar lame, ofnotuð og léleg!! persónunar eru frekar leiðinlegir og mér hreinlega kvíður fyrir að horfa á fólk eins og Chris, Scout, Leann. MArk Burnett hefur samning við cbs um að gera survivor 10 og ég vona innilega að sú sería verði góð því ef hún verður svona afskaplega léleg þá held ég að S1 þurfi að finna nýja mánudagsþætti í framtíðinni.
Aftur á móti hefur Amazing Race 5 verið stórskemmtileg, þar gildir sko ekkkert “elsku mamma” heldur er barist um hvert sæti með kjafti og klóm. ÞAr eru skemmtilegir karektar eins og Charla & Mirna, Colin & Christe, Tvíburanir ofl. Enginn furða að þessi sería fékk Emmy verðlaunin sem besta raunveruleika serían.