Muniði eftir því þegar Jeff Varner datt úr leik. Hafiði einhvern tímann pælt í því afhverju hitt tribið ákvað að kjósa hann í staðinn fyrir einhvern annan þegar þau sameinuðust? Jú ástæðan er sú að þegar “reward”-keppnin var í 2 eða 3 þætti þar sem þau þurftu að stökkva fram af klettinum kom Tina til Jeff´s og spurði hann: “Why did you vote of that strong, nice woman, Debbie?”, Jeff svaraði sem svo að að hún hefði einfaldlega ekki passað í hópinn. Þá segir Tina skyndilega “Who did she vote off?”, þá brosir Jeff og segjir illkvittnislega “Wouldn´t you like to know?”. Kemur þá ekki grænmetisætan og barstúlkan frá Long Island hún Kimmi Kappenberg og segir án þess að hugsa “SHE VOTED JEFF”. Tina brosir og gengur aftur til síns liðs. Þetta er einmitt málið, þarna var Tina búin að plana við sitt fólk að komast að því hver fékk atkvæði svo að þau myndu vinna kosninguna við sameiningu ef jafnt væri.

Varðandi Jerri þá held ég að hún megi fara að passa sig vegna þess að litla Elizabeth er komin sterk inn í hópinn og farin að fá fólk yfir til sín. Jerri er einfaldlega mikið flaður og lítið gaman af henni. Ég tel að Jerri muni verða kosin burt úr næsta þætti vegna þess að ég sé að Colby er kominn með virkilegt ógeð af henni.

Einnig hef ég miklar áhyggjur af lögfræðinemanum úr Harvard honum Nick því að eins og oft hefur sést þá gerir hann rosalega lítið til að hjálpa til en ávalt hefur hann alltaf sloppið við að verða kosinn burt. Ég tel að ef hann fer ekki að hjálpa til með það sem fólkið er að gera sérstaklega þar sem þau þurfa að fara að finna meiri mat þar sem ég tók eftir því í þættinum þar sem atriði voru sýnt aftur í tímann að matarbirgðirnar eru orðnar af skornum skammti. Þau hefðu mátt plana aðeins betur hvernig þau myndu ráðstafa matnum. En varðandi Nick þá held ég að hann sé næstur á eftir Jerri ef hann vinnur ekki “immunity”.

Þakka fyrir mig,
Dobermann
“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”