Hvað er að gerast með Survivor?
Þarseinasta Mánudag var endursýndur þáttur því að “þátturinn náði ekki til landsins í tæka tíð”, nú í kvöld (16.apríl) var bara sýnt brot úr allri seríunni hingað til… og ekkert nýtt!!
Hvað er að gerast! Ef að þættirnir væru sýndir dagsdaglega þá væri þetta svosem í lagi, en þættirnir eru sýndir á vikufresti og alla vikuna þá er það eina sem maður hugsar um er að missa ekki af Survivor, nú er liðinn hálfur mánuður frá því að maður hefur séð eitthvað nýtt frá Barramundi-ættbálknum!!!
Fyrir mér er Survivor eitthvað meira en bara þáttur, ég er háður þessu, þetta er eins og að hafa ekki fengið sér sígarettu í tvær vikur (þeir sem ekki reykja ættu samt að ná samanburðinum), þannig að ég er óneitanlega orðinn svolítið spældur út í Skjá Einn fyrir að gefa engar betri skýringar en “þátturinn náði ekki til landsins í tæka tíð” og svo viku seinna, þegar maður býst við þeim þætti sem ekki náði til landsins, ÞÁ er bara sýndur klippuþáttur!
Eru einhverjir fleiri sem eru svekktir út í Skjá Einn?
Þið getið sent kvörtunarbréf á heimasíðu Skjás eins http://www.s1.is