Í kvöld, þann 10. maí, var Big Tom rekinn út úr Survivor. Nokkuð óvænt úrslit að mínu mati.
Í þættinum vann Boston Rob verðlaunakeppnina, hvorki meira né minna en stóran bíl og Amber, sá sem hann bauð með sér, vann líka bíl, en þó aðeins minni. Svo horfðu þau á “Lord of the Flies” að mig minnir og snæddu poppkorn á meðan Chaboga Mogo hírðist í búðunum.
Friðhelgiskeppnin var stafarugl, þar sem fólk átti að finna nöfn á ættbálkum síðustu þáttaraða innan um fjölda stafa. Síðan átti að raða saman stöfunum sem voru skornir af 2 orðum og finna vinningsorðið. Amber var fyrst að finna orðin, en áttaði sig ekki á vinningsorðinu þannig að Boston Rob náði henni og fattaði orðið nánast samstundis og vann því friðhelgi.
Í þættinum kom Rob upp deilum milli Ruperts og Toms og virtist það hafa ágætisárangur, þó Rupert hafi gert sér fullkomlega grein fyrir ráðabruggi Robs. Amber og Rob sögðu við Tom að Jenna færi næst en þegar kom á daginn sameinuðust allir gegn Tom og kusu hann út.
Eftir standa því Amber, Rob, Jenna og Rupert. Ég er mjög hissa á því að Jenna og Rupert hafi ekki séð af sér og
splundrað “teyminu”, þ.e. Amber og Rob með því að kjósa Amber. Það virðist sem það stefni í sigur parsins en þó getur allt gerst eins og komið hefur á daginn áður í þáttunum.
Við bíðum spennt eftir lokaþættinum næsta mánudag (held ég)
Endilega gefið álit á greininni og takið þátt í umræðunni.
–
Kveðja, spalinn