Þátturinn í gær (22/03/04)
Jæja, núna er ég búin að fá nóg af Lex og hans ruglaða liði.
Í seinustu viku ráku þau Colby í burtu (það var mikið grátið hjá mér) og svo í gær gerðu þau mikil mistök með því að reka Ethan.
Sérstaklega var ég sár þegar ég sá að Kathy hafði kosið hann líka og ég skil ekki hvernig Jerri er ennþá í leiknum, að þau hafi ekki rekið hana í burtu á fyrsta degi. Af öllum þeim sem hafa verið í Survivor þá fer hún mest í taugarnar á mér - ég veit ekki afhverju bara hún gerir það. Vona að hún verði rekin burtu sem fyrst.
En það skiptir sossum engu máli þar sem þau eru bara fjögur eftir í MogaMoga og ég bíst fastlega við að þeim verði útrýmt þegar ættbálkarnir sameinast.
Staðan er eins og allir vita 6 á móti4.
En núna er búið að reka alla þá sem ég hélt með: Tina, Colby og Ethan - ég veit ekki afhverju ég hélt með þeim - mér fannst þau bara leika leikinn vel - og þegar Colby var að keppa í Ástralíu (minnir mig) þá fannst mér hann eiga sigurinn skilinn - frekar en Tina en svona er lífið, maður fær aldrei allt sem maður vill.
Þau sem ég gæti haldið með núna væru kannski Rubert og Kathy - ég er ekki búin að ákveða mig. Það besta væri þó ef Boston Rob yrði í 3ja sæti - hafa hann nógu nálægt vinningum en þó koma í veg fyrir að hann fái einhver aur. Hann er alltof sjálfselskur og montinn - vonandi verður hann svikinn bráðlega - það ætti að lækka aðeins í honum rostann.
Það verður gaman að sjá hvernig næsti þáttur verður…….