Ég veit að margir verða óssamála mér en það er staðreynd að
Lex “the Grandmaster” er búinn að leika tvisvar sinnum í röð af sér.
1) Hann átti ekki að losa sig við Richard Hatch, Það var aldrei séns að Rich myndi vinna aftur miðað við orðsporið hans. En mér finnst heimskulegt að losa sig við sterkan aðilia sem hefur brillerað í líkamlegum þrautum. Jerri, Kathy og Shii Ann eru langt frá því að að vera janfsterkar og Alicia, Amber og hvað þá Sue. Hann átti að losa sig við Jerri eða Shii Ann fyrst en ekki Richard. Þegar sameining verður þá hefði hann (Rich) verið stórt skotmark og án efa verið rekinn út á eftir Colby eða Ethan. Shii Ann flýgur langt undir radarinn og hún verður ekki skotmark af Chaperu liðum þannig að hann hefði átt að losa sig við Shii Ann en ekki Rich.
2) Enþá Vitlausara var að losa sig við Colby í gær. Colbsterinn var sannkölluð verðlauna og friðhelgismaskína í survivor 2. Hann vann 5 friðhelgiskeppnir í röð og hann vann alla nema eina verðlaunakeppni. Þetta vita allir í Chaperu og Mogo Mogo og Lex hefði átt að sparka Jerri eða Ethan út í gær. Ethan er svona maður sem öllum líkar við og hann kemst langt á því (vann survivor 3 á því) en JErri er akkúrat öðrvísi, svona Wicked Witch Týpa og allir hata hana. Colby hefði verið rekinn fyrstur út eftir sameininguna Pottþétt mál. Síðan Rich.
Þannig það hefði verið gott hjá honum að reka fyrst Shii Ann út, síðan Jerri á eftir henni og hafa tvö risastór skotmörk með sér í sameininguna (Colby og Rich). En núna er hann (Lex) búinn að koma sér í bobba því Hann er núna stærsta skotmarkið úr mogo mogo ásamt Ethan og þeir tveir munu fara út næstu tvær vikunar. (mín skoðunn.
Síðan veit maður nátturlega ekkert hvort það verður sameining næst þannig að kannski hef ég kolrangt fyrir mér. Sjáum til.