Allir mjög sorgmæddir í búðunum hjá Saboga yfir því að Rudy fór(hlær nú bara að því að þau eru svona sorgmædd). Svo var komið að athyglisverði keppni, þða var að byggja frumlegasta og flottasta húsið. Þetta var verðlaunakeppni dagsins! Til hjálpar við það fengu ættbálkarnir verkfærakassa og það stórann frá einhverri búð sem ég man ekki hvað heitir(Handyman?). Þar var allskonar stuff til að hjálpa þeim við bygginguna.
Chapera og Mogo-Mogo voru með alveg hinar fínustu byggingar en Chapera með byggingarfræðinginn Rob í fararbroddi vann að sjálfsögðu þá keppni. Chapera minnir mig allavega að það var, ruglast stundum á þeim tvem. Þeirra hús var ansi flott á nokkrum hæðum og róla. Mogo Mogo voru með svipað hús en samt ekki eins gott(engin róla t.d. :)). Svo var það Rupert sem sá um allt hjá Saboga og byggði hús sem var að hálfu neðarlega svo ef það flóðaði gæti alveg komið inn.
Auðvitað máttu bara 4 taka þátt í hverjum tribe, Richard vanur að sitja hjá hjá sínum tribe því hann vill alls ekki hjálpa honum, einhvers konar strategy sem verður gaman að sjá hvort virki fyrir hann. Verðlaunin fyrir fyrsta sæti voru dýnur og þannig dóterý en fyrir annað sætið vísbending að fjársjóðskistu! Já Chapera vann og Mogo-Mogo í öðru sæti og Saboga í því þriðja.
Já það var einnig byggingarfræðingur sem skoðaði byggingarnar og hann var mjög á móti því sem Rupert gerði þó að mér hafi fundist það vera besta húsið því það var stöðugt og bara einfalt í gerð, en gallinn við það var kannski trjáklumburinn og þegar flóð kæmi gæti það eyðilagt all, samt átti byggingarfræðingurinn ekki að hugsa um svona “ef” hluti. Alltaf möguleiki á að það kviknaði í skýlunum hjá hinum þannig dálítið ósanngjarnt að hugsa mikið um það. Rupert gerði bjálkakofa já sem hann gróf í jörðu meðan hinir gerðu nokkra hæðir en gráfu ekki í jörðu niður.
Jenna var eitthvað búinn að vera miður sin mest allan þáttinn og var að tala um hvað henni langaði að fara heim og hvað hún myndi sjá eftir því ef móðir hennar dæi meðan hún væri í survivor. Átti náttúrulega aldrei að fara til að byrja með! Á ekki að leyfa að fólki að fara ef það kemur inn, það á að vera skilmáli, nema einhver fjölskyldumeðlimur deyi og það snýst um jarðarför og þannig. Hún vissi að sjúkdóminum fyrirfram og mér fannst þetta heimsk ákvörðun að fara. Eyðileggur bara leikinn fyrir manni, ekkert gaman að sjá hana bara fara heim.
Jæja nóg um það já hún fór þá víst heim i lokinn og þannig varð engin verðlaunakeppni sem ég var ekki viss hvað átti að vera en í næsta þætti verður víst einhvers konar slagsmálakeppni sem ég náði ekki að sjá vel og átti hun kannski að vera núna.
Fyrir þá sem misstu af þá dó mömmu Jenny 8 dögum eftir að hún kom heim, sá kannski ekki eftir þessari ákvörðun en samt er ég fastur á minni skoðun þó maður vorkenni henni svo sem!
Bíð spenntur eftir næsta þætti! :) Endilega segið mér ef ég gleymdi einhverju! Frekar lítið að þessu sinni!
Kveðja