AAARRRRGGG!!!!!

Ok, þá er það búið. Mig vantaði bara að fá aðeins útrás fyrir þessa reiði sem ég hef í mér eftir 2 síðustu þættina.

Ég vil bara segja það að fólkið sem er eftir á eyjunni núna eru ekkert nema hugsunarlausar rollur sem elta úlfinn í von um að fá mat. Að reka Rupert jafngildir því að henda fallhlífinni á undan sér þegar maður fer í fallhlífarstökk. Rupert er besti og klárasti og flottasti survivor keppandi sem hefur nokkurn tíma verið í þessum þáttum.

En núna skal ég skrifa um það sem ég vildi sagt hafa. Ég segi í titlinum að ég ætli að skrifa um það sem mér finnst um þessar manneskjur sem eftir eru á eyjunni.

Jon: Við skulum byrja á því versta. Fyrst ætla ég bara aðeins að fá útrás. JON ER ANDSKOTANS HROKAFULLUR, SJÁLFUMGLAÐUR, VIÐBJÓÐSLEGUR, SVIKULUR ANDSKOTI OG Á SKILIÐ AÐ VERA SKOTINN!!!!!!
Svona, þá er það búið. En svo vil ég líka segja eitt. Að gera eitthvað jafn undirförult og viðbjóðslegt eins og að ljúga um dauað ömmu sinnar til að fá meðaumkun er lægra heldur en nokkur manneskja ætti nokkurn tíman jafnvel að hugsa um að leggjast.
Ef það er til Helvíti þá mun hann svo sannarlega rotna þar.
Það vona ég að minnsta kosti.

Sandra: Aldrei hefði mér dottið í hug að hún myndi láta sér detta það í hug að kjósa með Jon. Þvílíka heimsku hef ég aldrei séð.
Yfirleitt hef ég haft gott álit á henni en þessi heimska á sér engan samanburð. Hún lítur svo sem ekki út fyrir að vera mjög gáfuleg þannig að þetta hafa bara verið falsvonir.

Christa: Kind. Eitt orð til að lýsa Christu: kind. Þessi ósjálfstæða rolla á eftir að elta Söndru útaf eyjunni ef hún rankar ekki við sér bráðum.

Lill: Lill er heimsk lítil aumingjaleg ljóska. Hún er ein af þessu óþolandi fólki sem grenjar yfir hverri einustu ákvörðun sem þau taka og láta alla vaða yfir sig. Svo þegar hún loksins gerir eitthvað jafn “gróft” og að segja einhverjum að þegja þá verða þau svo rosalega stolt af sjálfum sér að þau ætlast til að öllum finnist þau vera jafn miklar hetjur og þeim finnst sjálfum.
Ég myndi borga góðan pening til að fá tækifæri til að segja við hana “Fáðu smá kjark, hættu þessu væli og drullastu til að halda kjafti og tuða í öllum!!!”

Dharra: Hvað getur maður svosem sagt um hana? Það er ekki eins og hún hafi komið svo mikið fram í þáttunum. Hún er þessi manneskja sem situr alltaf í horninu og horfir á actionið en tekur aldrei þátt. Það eina sem ég hef sökótt við hana er hvernig hún talar. Ég veit vel að það er rangt en ég bara þoli ekki hvernig húna talar. Það er eins og hún sé alltaf kvefuð. Hún er svo nefmælt og þessi sveitalubba hreimur hjálpar henni sko ekki í því.
En annars hef ég lítið um hana að segja.

Burton: Vá hvað hann pirrar mig. Ég er alveg sammála Rupert um hann. Hann er heimskur jock og lætur eins og fífl. Ekki beint stolt mannkynsins. Og svo það að svíkja Rupert svona er ekkert nema viðbjóður. Fyrst að taka við morgunmatnum frá honum og svo ekki gefa honum neitt til baka eins og hann lofaði. Ég hata fólk eins og hann og mun alltaf gera.


Ég vil bara að það komi fram að ég hef mjög sterkar skoðanir og skammast mín ekkert fyrir mínar skoðanir. Hins vegar skal það líka koma fram að þessar manneskjur hafa allar eitthvað gott til brunns að bera (nema Jon og Lill) en ég vildi bara losa mig aðeins við þessa gremju sem ég hef gagnvart þessu fólki. Mér finnst hreinskilnislega að allt fólkið sem er ennþá á eyjunni eigi ekki skilið að vera þar.

Ég geri mér vel grein fyrir því að margir munu vera ósammála mér um þetta og munu örugglega einhverjir vera með kjaft en ég vil bara segja ykkur það frá byrjun að ég mun ekki svara svoleiðis svörum og hunsa þau algjörlega.
In such a world as this does one dare to think for himself?