Ég hef heirt frá fólki að það finnist þetta nýja twist vera skrítið en mér finnst það nú bara vera gott því að þeir voru búnir að hafa sama “snúninginn” í gangi (3 meðlimir eins ættbálks fara yfir í hinn og öfugt) frá 3 seríu, og mér fannst nú bara gott hjá þeim að breita til. Þátturinn byrjaði á því að maður sá það þegar að Drake var að koma frá Tribal council og Rubert vildi vita hver hefði kosið sig og þá var það víst Jhon. Rubert tók algjört kast á hann og sagði meira segja við hann að honum finndist hann ekki lengur vera “Jhonny fairplay” heldur “Jhonny pain in the ass”. Honum hefur sennilega fundist það ógnandi en það var nú ekki sérlega scary. En þegar hann sagði þetta hefur hann sennilega bara verið að meina það að hann væri kominn með meira en nóg af honum.
Síðan hélt þátturinn áframm og þá byrjuðu Shawn og Jhon að rífast eins og venjan var. Þeir voru eitthvað að rífast um það hversu lítið hinn ynni og svoleiðis vesen. Þegar að það átti að koma að verðlauna keppninni þá komu ættbálkarnir í sínu mesta sakleisi sennilega og stilltu sér upp hlið við hlið (5 og 5) og hafa sennilega verið að hugsa það að núna væri komið af því að sameina ættbálkanna 2. En svo var nú aldeilis ekki! Það sem gerðist var það að það komu allir þeir sem kostnir hefðu verið burt og fengu þar annað tækifæri á að komast inn í leikinn. Þetta var gert því að þetta er nátturulega sjóræningjaleikur og það er flest allt gert í sjóræningja stíl. Fólkið sem hafði verið kosið burt höfðu skírt sig “The Outcasts” og áttu að keppa við ættbálkanna til þess að fá tvo outcasts inn í leikinn aftur. Hefðu Fjólubláir unnið aðeins einn ættbálkinn þá hefðu þeir aðeins fengið að láta einn meðlim frá þeim fara inn í leikinn en fyrst þeir unnu báða fá tveir survivorar að koma inn í leikinn.
Eftir tapið hjá Morgan og Drake fóru þeir á Tribal council. Drake fóru á undann og þau gátu ekki allveg ákveðið hver ætti að verða kosinn burt þannig að Rubert, Sandra og Christa fóru bara til Shawns og Jhons og sögðu þeim að segja sér góða ástæðu til þess að þeir ættu að fá að vera ennþá í leiknum. Það endaði á því að Shawn var kosinn burt sem ég var ekki sáttu með en ég er ekki í leiknum :) Síðann var komið af því að Morgan átti að fara á councilið en það var nú bara eitthvað sem hefur aldrei gerst áður og það var það að Osten gafst upp!!! Og hann var þar með kosinn burt.
Það sem gerist næst verður sennilega það að þessir 2 sem koma inní leikinn eiga eftir að fara til þeirra gömlu ættbálka og hanga með þeim smá, síðan á sennilega eftir að sameina ættbálkanna 2 og þegar að tíminn kemur að þeir fara á Tribal council þá hafa þessir 2 outcasts Immunity, þannig það verður mjög gaman að sjá það.
“There is one thing to walk the walk and another thing to talk the talk”