Byrjaði með því að það var eitthvað rifrildi í herbúðum drake, minnir að konurnar væru að nöldra eitthvað yfir þvi að bara allt i einu byrjuðu mennirnir að gera eitthvað og voru að látast eins og þeir væru alltaf að gera allt sem er natturulega ekki satt en samt sem áður væru þau ekki svona mörg án þeirra.
Svo kom að fyrstu keppninni:
Þrír þurftu að sitja hjá, hjá Drake. Man ekki nakvæmlega hver voru latin sitja hjá en minnir að það voru 2 kvk og 1 kvk ;).
Þrautin fólst í því að safna pútum í sandinum og úti sjónum. Einn mátti fara í einu og grafa upp bút í sandinum eða fara í sjóinn.
Tijuana og Osten lentu í virkilegum vandræðum og var bara hálf fyndið þegar Osten sagði að hann væri að drukkna. Svo þegar þau höfðu safnað öllum bútunum saman áttu þau að raða þeim saman svo út kæmi sjóræningja “flaggið” vitið hvað ég á við ;)
Þau fengu svo 3 hlutann af fjarsjóðskortinnu og að lokum eftir langa og þreytandi leit þar sem það sýndist að þau væru alveg að fara gefast upp fundu þau staðinn. Vissulega var fjarsjóðskista þar en mjög illa lyktandi og bjuggust þau ekki við góðu. Samt var þarna ágætist matur og einhverjar súkkulaðikúlur sem þau öll voru glöð yfir.
Morgan að venju fúlir og Drake glaðir en samtsem áður eru Morgan orðnir frekar vanir þessu. Nuna var frekar rætt um í búðunum hvort þau áttu ekki að tapa næstu keppni til að reka Christu út. Burton spurði Rupert að þessu og Rupert sagði eiginlega já en var alls ekki sáttur með að tapa viljandi.
Svo kom að keppninni. Strax í upphafi var talað um að það væri dálítið extra sem annað liðið fengi og væri það ekki tilkynnt fyrren í lokinn. Drake ættbálkurinn virtist öllum vera sama um að tapa nema Rupert og kom á óvart að hann og Burton hvíldu. Jeff talaði um hvort þau væru að reyna tapa en ættbálkurinn sagði bara að það væri komið að þeim að hvíla.
Þetta var nefnilega frekar mikið líkamleg þraut, þetta hefur verið áður nuna voru svona littlir “pallar” úti á hafi sem rúmaði rétt svo einn svo voru svona spýtur á milli og svo þegar Morgan member hitti Drake þá urðu þau að fara í svona slag og ýta hvor öðru utaf og sá sem dytti fyrst yrði að fara á byrjunarreit svo þegar allir í öðrum ættbálknum væru komnir yfir ynni sá ættbálkur.
Morgan vann að sjálfsögðu þar sem Drake var eiginlega alveg sama og hefðu lettilega tekið stoppað eina frá morgan i að koma i mark i lokinn en fóru i staðinn bara í áttina frá henni. Allir virtust glaðir í Drake nema Rupert. Svo kom í ljós að verðlaunin voru að velja einn frá hinum ættbálknum sem væri ónæmur frá tribal council og yrði hann með Morgan í 3 daga. Morgan völdu Rupert og sá ég í sýnishornum úr næsta þætti að þau sáu alls ekki eftir því. Eins og allir vita þá safnar Rupert náttúrulega fisk vel og var það sem Morgan vantaði :) Þannig Rupert virðist vera kominn í ansi góð mál ef hann nær góðu sambandi við hina upp á það þegar ættbálkarnir sameinast.
Svo var komið á tribal council og var Burton rekinn út sem kom honum sjálfum mjög mikið á óvart og Christa slapp alveg. Held nu að Rupert hefði vote-að gegn Burton hvort eð er en maður veit aldrei. Ég var mjög óhress með að Burton færi þvi það var hann sem örsakaði það asamt Rupert að þeir ynnu þessar keppnir. Svo þetta var ekki gott move hjá Drake þar sem ef þau tapa keppnum fara þau oftast á tribal council.
Fimmti þáttur
Þátturinn byrjaði með nokkrum vangaveltum hjá Drake um hvort Rupert myndi segja þeim of mikið um ættbál sinn. Fyrir ykkur sem eigi vita þá fékk hann að vera hjá Morgan í 3 daga. Drake bálkurinn frekar glaður því allt gengur mjög vel fengu að losa sig við Burton og allt það. Shawn virðist hafa vote-að gegn honum því John sagði honum að gera það. Rupert var að kenna fólkinu í Morgan hvernig átti að veiða og segja þeim að færa skýlið sem fyrst nær skóginum en Osten var ekki alveg sammála því. En samt sem áður hlýddu þau Rupert og gerðu það.
Svo var komið að fyrstu áskorunni og Rupert var með Morgan í þeirri keppni. Spilað var uppá hreinlætisvörur og því um líkt, má geta þess að það var svona sturta sem maður hengur upp.
Þrautin gékk útá að fara á bát úti vatn og kafa eftir bútum í stiga. Voru 5 staðir í beinni línu. Svo átti að fara að landi og byggja stiga meðan einn úr hópnum hlypi inní skóg og náði í einhverskonar “goð”, svona stytta. Svo átti sá hinn sami að fara upp stigann uppá svona viðarpall sem var akkurat í hæð stigann og setja styttunna á borð þar eða eitthvað því um líkt þá myndi sá ættbálkur vinna.
Drake byrjuðu betur en Morgan svona fyrstu 10 sec svo var bara augljóst hver myndu vinna og það voru Morgan. Rupert kafaði eftir öllum hlutunum í Morgan en Shawn í Drake. Svo þegar þau voru komin í strönd hljóp Ryan..(ekki O), þar að segja eldri gaurinn. Vonandi mundi eg nafnið rétt :) Morgan voru buinn langt á undan. Fékk Rupert þá að velja hvort hann vildi fara með Drake strax heim eða þvo sér með Morgan og koma svo seinna um daginn. Valdi hann strax að fara með Drake sem var mjög viturlegt hjá honum.
Darrah naut hinsvegar sturtunnar vel og klæddi sig úr og fór í sturtu, mennirnir sýndu henni virðingu og kíktu ekki(ótrúlegt :))
Fór svo Ryan eldri að stela og tók hann hrísgrjón sem rupert var einstaklega kátur með. Enda hafa þau nanast engin not fyrir þau :P
Næstu keppni var Rupert með Drake og þar áttu allir meðlimirnir að borða. Enginn tíma keppni eða neitt. Tveir aðilar þurftu að fara tvisvar hjá Morgan vegna liðsmunar. Allir gátu borðað allt. Svo endaði með keppni hjá Darrah og Söndru. Darrah hafði betur um nokkrar sekúndur var erfitt að sjá hvor myndi vinna en Darrah hafði þetta í endann. Þetta var margur viðbjoður sem átti að borða og var svona rúletta sem þau köstuðu tenginum eða eitthvað í til að sjá hvað þau myndu éta. Svo blandaði Jeff alltaf saman.
Sem sagt Morgan vann og trúðu Drake ekki sínum eiginn augum, var nú mikið talað um hver ætti að fara heim og var ákveðið af öllum að Michelle ætti það skilið. Enda var talað um að hun ætti að þykjast geta ekki borðað þetta en þegar hún átti að borða þá gleypti hún þetta með bestu lyst. Michelle fór sem sagt heim sem ég var ekki alveg sáttur við enda fannst mér að Shawn gæti alveg eins hafa átt að fara heim.
Endilega segið mér skoðanir ykkur á þáttunum :)
Kveðja