Byrjaði eins og vanalega að það var verið að tala um hvernig fólki hefði liði(aðallega í morgan ættbálknum). Þau voru að tala um að þau YRÐU að vinna!! Lil fór eitthvað að veita man ekki alveg nákvæmlega hvenær minnir að það var í byrjun. Hún týndi önglinum í þeirri veiðiferð(fór ein í stað þess að bíða eftir öðrum til að fara með). Ekki voru allir sáttir við það.
Svo aðeins seinna fengu þau tækifæri til þess. Í þessari keppni voru í verðlaun, teppi og koddar kannski eitthvað eitt annað en man það ekki alveg :)
Þetta urðu Morgan gjörsamlega að vinna og fylltust þau eldmóði. Það var núna eða aldrei.
Keppnin var þannig: Já nuna er eg buinn að vera reyna muna í 5 min og þá rann það upp fyrir mér. Hvort liðið fékk 2 báta. 3 áttu að vera á hvorum bát. Það voru göt með nokkurskonar “tappa” í sem hægt var að toga úr. Til þess að gera það voru þau með einhverskonar prik(argg man ekki hvað það heitir) til að toga þetta úr og reyna að sökkva bátunum hjá hinum! Einnig mátti nota hana til að ýta hinum bátunum niður í kaf.
Einnig voru þau með fötu til að ausa í hina bátina.
Endaði þetta en og aftur með sigri Drake sem sökkti báðum bátum hins liðsins og hélt sínum báðum. Virtist vera jafnt en ég held að það sýndi sig hve máttugur Blackbeard er fyrir sitt lið :) Hreinilega ýtti bátunum niður í sjóinn.
Man ekki eftir að hafa séð svona keppni áður í survivor. Ágætis skemmtun :)
Eins og áður mátti einn Drake member fara til hinna og stela einhverju frá þeim. Tóku þau pottinn sem þau notuðu til að hita vatn. Voru þau með tvo þannig en Drake hélt að þau væru bara með einn.
Svo var komið að sjálfri aðalkeppninni “immunity challenge”.
Þau áttu að velja sterkasta og veikasta hlekkinn í báðum liðum til að taka þátt(raunar sterkasta og léttasta)
Þrautin var þannig að það var staur útí vatninnu og var band frá honum að landi. Þetta var svona eins og reipitog nema þau áttu að hlada uppi veikasta hlekkinum sem var hangandi í bandinnu hjá staurnum rétt fyrir ofan sjóinn. Sterkasti hlekkurinn var aftast í þessu svokallaða reipitogi ;). Svo kom næst sterkasti og svo framvegis. Þau fremstu á landi áttu að sleppa reipinu eftir 5 min og svo næstu eftir 5 min og svo framvegis þangað til tveir seinustu voru eftir.
Osten og Rupert.
Þeir entust í alveg klukkutíma. Þegar þeir áttu að standa alveg beinir og ekki styðja sig við neitt þá gafst Osten upp sem hafði endst í alveg ótrúlega langan tíma. Rupert entist lengur sem ég bjóst reyndar við. Þetta var lika sársauki fyrir stelpurnar tvær hangandi í staurnum. Þurftu að halda blóðrásinni gangandi(blóðið þurfti að koma í fótanna og þurftu þær að halda þeim uppi).
Já Drake unnu þetta eins og áður og voru ánægðir að venju.
Morgan þurftu að fara á tribal council og var Lil rekinn út sem ég var bara sáttur við. Finnst hún bara leiðinleg persóna almennt, svo það var fínt að losna við hana.
Endilega segið ykkar álít á þáttunum eða bætið við ef ég gleymdi einhverju sem gerist oft :]
Kveðja