Jæja…. mér finnst ekki alveg nógu gott að þetta áhugamál sé dautt þegar Survivor er búið, svo að ég ætla að gera tilraun til að halda þessu uppi.
Margir eru ekki vissir um það hvort Survivor er ekta eða leikið. Ég persónulega held að það sé ekta. Ég ætla að reyna að rökstyðja hvers vegna.
Þið munið ábyggilega eftir 2. þáttaröð þegar Mike/Mick (man ekki alveg) datt í eldinn og brendist. Ég held að það sé ekki möguleiki á að hann hafi fallist á að gera það ef þátturinn er leikinn…. enginn væri nógu vitlaus að gera það…. jafnvel þó að maður fengji vel borgað fyrir það, þá held ég líka að það sé meiri peningur í því ef þú vinnur og þú Mike/Mick hefði ekki getað unnið leikinn handalaus.
Síðan er líka það að flest allir keppendur fara á sjúkrahús eftir keppnina með allskonar veiki og sýkingar. Ef keppendur væru að leika í þáttunum fengju þau góðann mat og allskonar lyf við öllum sýklunum og því sem lifir í þessum löndum.
Einnig myndu keppendur ekki grennast eins mikið í þáttunum því að þau fengju ekta mat… ekki hrísgrjóna og korna-sull.
Það er nokkuð augljóst að líkurnar á því að Survivor sé feik séu mjög litlar.
Segið endilega ykkar álit á þessu og rökstyðjið svarið.
Kv. maddisnill