Samt langar mig að minnast einnar spurningar sem Heidi spurði áður en þau kusu(Jenna fékk 6 atkvæði og Matt 1) að hún spurði hver átti mest skilið að vera þarna fyrir utan þau tvo og Matt sagði að það væri Rob og Jenna ákvað þá náttúrulega að segja það sama og ég var fullkomlega sammála að Rob átti skilið að vera þarna.
Þá spurði Heidi aftur “Enginn annar?”, greinilega brugðið að Jenna sagði ekki að hún sjálf ætti það skilið. Bara gott á hana segja ég :).
Þetta með að velja Matt var the key factor í þessu og lykill að sigur Jennu, plataði reyndar kviðdóminn illa og eina góða strategíið sem hún hefur gert í öllum leiknum. Yfir allt var Jenna bara ofboðslega leiðinlegt og pirrandi persóna, sívælandi og allt. Viljum við að þannig stelpa vinni survivor? Að mínu mati er það Rob og Butch sem áttu það mest skilið. En af Matt og Jennu var það Matt.
Jæja svo var það reunion, ekkert voðalega merkilegt þar að segja. En svo þegar Jeff spurði kviðdóminn hvort þau hefðu kosið Jennu ef Rob hefði verið og þá sem maður nokkur höfuð fara til vinstri og ég gat bara séð 2 fara upp og niður(Alex og Heidi).
Það var talað um Dan og Roger líka dálítið, og endaði með að þeir föðmuðust, en eins og flestir vita þá lentu þeir í ansi miklu rifrildi en það er samt snilld að það var ekki sýnt atriðið þegar Rob söng lagið þegar Roger var vote-aður út. Það var helvíti fyndið. Svo var talað um að Rob væri besti spilarinn sem EKKI hafði unnið. Nokkuð skondið :D.
Var nú ekki mikið að segja um þetta reunion samt var talað um af hverju Christ kaus Jennu og sýnt þegar hún var hálf grátandi þegar hún var votuð út, hún sagði nákvæmlega “I will see to it that, that evil stepsisters of mine will not win”.
Þar átti hún við Heidi og Jennu að sjálfsögðu og endaði með að þau hlógu bara að þessu og Christy sagði að hún hafi kosið Jennu því hún var einfaldlega besti spilarinn eða betri en hún sem er náttúrulega bull.
Held maður þurfi að vera blindur til að sjá ekki hve leiðinleg og pirrandi Jenna hefur verið gegnum keppnina og sjálfsögðu bætir hún sig í lokinn til að vinna. Svo notar hún þá afsökun að hún þurfi peningin en í raun þarf hún hann ekki. Hvað mun hún eyða honum í, farða, föt, ilmvötn, skó og nammi? Eins gott að pabbi hennar sjái til þess að svoleiðis eyði hún ekki peningnum sínum!
Þá er þetta komið hjá mer og endilega skrifa ykkar álit! Takk.
Kveðja