Þátturinn hófst með því að rígurinn milli Dan og Roger óx með
léttvægu rifrildi. Hinum megin hjá stelpunum í Jaburu, þar var
allt annað uppi á tengingnum, hreinlætið hjá þeim var
hörmulegt og vespur sóttu í pottana og köngulær skriðu um í
leit að mat…svo þær kölluðu saman fund og skipuðu leiðtoga;
Deena. Á eftir því kom reward challenge en þar var nokkurs
konar veiðimann, nema þar var hársápa, sápa, naglaklippur
o.s.frv. Frekar skemmtilegur leikur þar sm að liðin fengu stig
fyrir að giska rétt. 35 hreinlætishlutir voru til stiga taldir og unnu
stelpurnar auðveldlega með 18 stigum gegn 14 og unnu þær
akkúrat það sem þeim vantaði, hreinlætisvörur. Ungu
stelpurnar (sérstaklega Heidi) voru að byrgja upp egóið sitt og
fyrirlitu “gömlu” konurnar að ota ekki sápuna til að baða sig. Og
þarna voru þær að bera á sig sápu á hvora aðra fyrir framan
myndatökumennina og héldu að þær væru svo sexy en það
voru þær ekki. Mér fannst þetta frekar barnalegt af þeim. Svo
voru þær komnar með leiðtoga þannig að hlutirnir fóru að gerast
og það var orðið eins og það væri fólk á staðnum, ekkert rusl og
þakið nánast klárað. Strákarnir tóku eftir að stelpurnar voru
svolítið að daðra í Reward challenge svo þeir spurðu “The lucky
8” hvort að stelpurnar myndu taka eftir þeim í Immunity
Challenge. En það var nú voða lítið hægt, því að leikurinn var
þannig að hvor ættbálkur var læstur inn í búri og þau þurftu að
leysa milljón hnúta til að komast út með sveðju og það lið sem
var á undan fékk Immunity (friðhelgi) . Tambaqui tapaði
grimmilega en þer voru ennþá að reyna að klára stage 1 þegar
konurnar kláruðu seinasta stigið, stage 3. Það senti strákana á
tribal council. Þar sagði Dan óvart frá því að hann og Matthew
töluðu saman á kínversku en það kom í veg fyrir að hann myndi
sleppa; Dan var kosinn út með öllum atkvæðum út af þessum
örðum.
The second member voted out og Tambaqui: Dan