Jæja það hlaut eitthvertíman að koma að þessari stundu að þessir 2 ættbálkar myndu sameinast því að þetta var aðeins fucked up og maður skildi ekki hvernig þetta hefði endað.
Núna er ég samt búinn að taka eftir því að það eru ágætar breytingar. Samt þá finnst mér þetta frekar ósangjarnt að sameina ættbálkana fyrr því að Sook Jai tapaði 2 meðlimum og það hefði vel verið að þau hefðu náð að vinna þetta. En nóg um það. Eins og ég sagði þá sameinuðust ættbálkarnir saman loksins. Nafnið á ættbálkinum er Chui Jai eða eitthvað álíka. Verðlauna keppnin fólst í því að ef að einn keppandi myndi vinna þá mætti hann fá að sjá myndband sem að fjölskila/ástvinir hans hefðu gert. Brian vann þá keppni og kom mikið í ljós þá því að hann viriðist ekki þurfa það mikið peningana, hann á 2 nýja bíla og einn flígil og það er nú ekkert lítið sem að þetta kostar. Þannig að það fór smá reiði/fýla gegnum meðlimina af ættbálknum. En eins og margir vita þá talar Helen um ekkert annað en uppskriftir og mat og það kom vel í ljós að það var farið í taugarnar á Ted soldið mikið því að hann ákvað að fara út á báttnum og “Take some me time”. Það sem hann meinti með því var það að hann væri orðinn fúll og vildi ekki fá eitthvað brjálæðis kast eða verða þunglyndur eða eitthvað þannig hann ákvað að gera þetta. Á meðan hann var í burtu þá ákvað Clay að segja við meðlimi fyrrverandi ættbálksins Sook Jai að þeir ættluðu að kjósa Ted burt.
Þegar kom að Friðhelgiskeppninni þá var það eitt af klassískum úr Survivor. Fólkið þurfti að muna hluti og fengu 30 sek til að mynnast þessa hluti og í þessu tilfelli var það tölustafir á tælensku sem að þau áttu að muna núna. Að sjálfsögðu grunaði mér að Ken myndi ná þessu rétt því að hann er nú einu sinni NYPD og hefur ágætt mynni. En svo þegar að allir voru búnir að tapa voru bara Ken og Clay eftir. Þeir þurftu að keppa við hvorn annan með því að finna eitthver spjöld sem voru grafin í sandhrúgum og þeir höfðu leiðbeiningar til að finna þessi sjöld. En því miður þá skít tapaði Ken því og Clay fékk friðhelgið
Á tribal council var Ken kosinn burt með 5 atkvæðum gegn 3 á Ted. Núna eru allir farnir sem ég held með en maður veit aldrei hver maður á eftir að halda með í endanum og bíð ég bara æstur eftir næstu þáttum