The Prodigy - Invaders Must Die Jæja, nýtt Prodigy lag komið á netið. Farið á http://www.theprodigy.com/ til að sækja lagið.
Sömuleiðis má finna myndband á eftirfarandi slóð.
http://www.youtube.com/watch?v=EiqFcc_l_Kk

Hvað segið þið svo? Ég er ekki viss. Mér finnst þetta allt of svipað svo miklu sem er í gangi í raftónlistini í dag. Reyndar er óvissa við fyrstu sýn það besta sem gæti skeð fyrir mig. Uppáhalds plöturnar mínar eru margar hverjar plötur sem heilluðu mig ekkert við fyrstu hlustun en verða svo bara betri og betri með tímanum. Reyndar hef ég lifað fyrir tónlist Prodigy frá því að ég var 7 ára. Efast ekki um að nýja platan, sem ber nafnið “Invaders Must Die”, verði frábær.
Hún kemur btw út 2. mars 2009.

Skoðanir?