Þú meinar.. Allavega þegar ég er í tónfræði og við eigum að skrifa upp einhverja tónstiga etc., þá tönglast hún endalaust á því að það geti ekki verið bæði b og # í þeim. Að því sem ég best veit, þá getur alltaf komið fyrir að ef lag er með t.d. krossa í föstum formerkjum þá geta komið ein og ein b í lausum formerkjum inni í laginu. En eins og þú sérð þá eru skrifuð bæði b og # í föstum formerkjum m.a. í upphafi lagsins. Endurtek að þetta er bara það sem mig minnir, svo ef það er einhver fróðari en ég í þessu þá endilega commenta en helst ekki kasta skít. :)