Ég er að athuga hvort það sé einhver áhugi fyrir þessu reverb unit sem ég á:
http://www.tcelectronic.com/m3000audiovideo.asp

Ég keypti þessa græju árið 2001-2002 og það er ennþá verið að selja hana glænýja í búðum sem er ekki furða því þetta er magnað reverb auk þess sem það er einfalt í notkun. Það er sett 1500$ á þessa græju úti sem gerir u.þ.b. 177000kr á núverandi gengi, og þá erum við ekki að taka inn í myndina sendingarkostnað, tollskýrslugerð og virðsisaukaskatt sem bætir helling við (sem mundi gera upphæðina ca. 230000kr í heildina) þannig að þetta er ekki beint ódýr græja. Mig langar nú ekki beint að losa mig við þessa græju en ég er blankur og sárvantar að uppfæra tölvubúnaðinn minn o.fl. (er einungis með logic 4 í windows, vantar makka og logic 9 t.d.). Þess vegna er ég alvarlega að íhuga að selja þessa græju ef ég fæ gott tilboð. Tækið er eins og nýtt og í rauninni mjög lítið notað þar sem að ég hef aðallega notað það þegar ég er á endastigunum á því að klára að mixa eitthvað ákveðið lag og auk þess sem ég hef verið í löngu hléi frá því að semja tónlist síðustu ár. Þeir sem hafa áhuga postið hér eða sendið mér message.