Sæll
Mín skoðun
Ekki alveg minn tebolli.
Bæði lögin eru frekar keimlík, hell bassasoundið sem er fronturinn er nánast það sama ef ekki það sama. Lagið sem heitir dubstep finnst mér vera aðeins of hratt ef það á að teljast dubstep(þó svo að það hægi nú á í endan - en mér finnst eins og það hafi bara verið hægt á tempóinu til að heyra hvernig það kom út frekar en að lagið hafi verið æltað hægara tempó) - tek það fram ég er enginn dubsteppari þannig að ég gæti verið að bulla.
Það er líka einhver gleði fílingur í þessu sem mér finnst ekki harmónera með bassasoundinu… bara tilfinning :P
Rapstep finnst mér að mætti skerpa einhvernvegin á vocalnum, mér finnst hann drukkna í hinu.
Bæði lögin vantar smá fjölbreytileika, millikafla eða eitthvað þau eru eilítið einhæf.
Vona að ég sé ekki að móðga þig, ég er alltaf feiminn við að leyfa öðrum að heyra eitthvað sem ég hef ruslað saman. En gagnríni sem er bara kurteisi hjálpar manni ekkert, ég vill persónulega fá að heyra hlutina eins og þeir eru.
Haltu áfram að búa til músík - hlakka til að heyra meira :)